fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. desember 2019 19:00

Airbus A319 frá SAS. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skandinavíska flugfélagið SAS íhugar nú að stofna nýtt flugfélag. Ástæðan er að félagið er að skipta vélum frá Boeing út fyrir nýrri og stærri Airbus vélar. Af þessum sökum þarf félagið á 20-30 meðalstórum flugvélum, með sæti fyrir 120 til 150 farþega, að halda til að mæta þörfum viðskiptavina sinna.

SAS hefur opnað á möguleikann að kaupa flugvélar af þeirri stærð fyrir marga milljarða ef hægt er að ná góðum kjarasamningum við flugmenn og flugliða. Ef það gengur upp verða vélarnar reknar af sjálfstæðu flugfélagi í eigu SAS. Annar möguleiki sem er uppi á borðinu er að láta verktaka sjá um þetta flug eins og er nú þegar gert með litlar vélar sem fljúga stuttar vegalengdir.

Rickard Gustafson, forstjóri SAS, segir að þetta verði að vera komið á hreint fyrir 2023, ef ekki takist að leysa úr þessu muni leiðakerfi SAS dragast saman.

SAS fær 20 Airbus A321 Neo vélar á næsta ári en þær eru með 180 sæti hver. Þær koma í stað minni véla sem verða teknar úr notkun. Sama þróun verður síðan árin á eftir. Vandinn sem SAS stendur frammi fyrir er að félagið er með margar flugleiðir í Skandinavíu og Norður-Evrópu sem þessar nýju vélar eru of stórar fyrir miðað við eftirspurn. Það er dýrt að reka of stórar flugvélar og því liggur á að finna lausn á þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik