fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Óhugnanlegt myndband af skotbardaga lögreglu – Fjórir létust eftir að rán fór út um þúfur

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 6. desember 2019 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir eru látnir eftir að skotbardagi braust út á milli lögreglu og manna sem grunaðir eru um rán. Myndbönd af skotbardaga lögreglu við ræningjana hafa nú verið birt og er óhætt að segja að þau séu hrollvekjandi.

Atburðarásin hófst síðdegis í gær tveir menn reyndu að ræna skartgripaverslun í Coral Gables í Flórída í Bandaríkjunum. Starfsmanni tókst að gera lögreglu viðvart með þjófavarnakerfi verslunarinnar og þegar lögregla kom á vettvang eru mennirnir sagðir hafa beitt skotvopnum gegn lögreglu.

Mönnunum tókst að flýja í jeppabifreið, áður en þeir stálu bíl frá UPS-flutningafyrirtækinu og óku burt með ökumanninn, starfsmann UPS, enn í bílnum. Lögregla veitti bílnum eftirför en á myndböndum má sjá þegar flutningabíllinn ekur á ofsahraða og ítrekað gegn rauðu ljósi.

Lögreglu tókst loksins að stöðva för bílsins á fjölfarinni götu en mennirnir sem voru í bílnum drógu þá upp skotvopn og skutu að lögreglu. Lögregla svaraði í sömu mynt með þeim afleiðingum að ræningjarnir tveir létust, bílstjóri UPS-flutningabílsins og vegfarandi sem varð fyrir byssukúlu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys í Mosfellsbæ
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Raðspýtarinn í New York var barinn til óbóta eftir yfirheyrslu hjá lögreglu

Raðspýtarinn í New York var barinn til óbóta eftir yfirheyrslu hjá lögreglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingmenn slegnir óhug eftir að hafa séð myndbandið

Þingmenn slegnir óhug eftir að hafa séð myndbandið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta voru mest lesnu síðurnar á Wikipedia á árinu

Þetta voru mest lesnu síðurnar á Wikipedia á árinu