fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Norska krónprinsessan biðst afsökunar á tengslum sínum við dæmdan barnaníðing

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 07:00

Mette-Marit krónprinsessa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mette-Marit, krónprinsessa Noregs, baðst í gær afsökunar á að hafa umgengist bandaríska barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Epstein tók eigið líf fyrr á árinu þegar hann sat í gæsluvarðhaldi og beið þess að réttarhöld yfir honum hæfust en hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot gegn fjölda barnungra stúlkna.

Málið hefur þegar haft mikil áhrif á bresku konungsfjölskylduna því Andrew prins hefur að mestu verið settur til hliðar í kjölfar ásakana um að hann tengist misnotkunarmálum Epstein en þeir voru vinir. Prinsinn hélt áfram sambandi við Epstein eftir að hinn síðarnefndi var sakfelldur fyrir að selja barnunga stúlku í vændi árið 2008.

Nú er röðin komin að Mette-Marit að biðjast afsökunar á tengslum sínum við Epstein en hún hitti hann margoft á árunum 2011 til 2013, eftir að hann hafði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot.

„Ég hefði aldrei haft neitt með Epstein að gera ef ég hefði vitað um alvarleika afbrota hans. Ég hefði átt að kanna fortíð Epstein betur og ég biðst afsökunar á að hafa ekki gert það.“

Segir í yfirlýsingu sem norska hirðin sendi frá sér í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi