fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Norska krónprinsessan biðst afsökunar á tengslum sínum við dæmdan barnaníðing

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 07:00

Mette-Marit krónprinsessa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mette-Marit, krónprinsessa Noregs, baðst í gær afsökunar á að hafa umgengist bandaríska barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Epstein tók eigið líf fyrr á árinu þegar hann sat í gæsluvarðhaldi og beið þess að réttarhöld yfir honum hæfust en hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot gegn fjölda barnungra stúlkna.

Málið hefur þegar haft mikil áhrif á bresku konungsfjölskylduna því Andrew prins hefur að mestu verið settur til hliðar í kjölfar ásakana um að hann tengist misnotkunarmálum Epstein en þeir voru vinir. Prinsinn hélt áfram sambandi við Epstein eftir að hinn síðarnefndi var sakfelldur fyrir að selja barnunga stúlku í vændi árið 2008.

Nú er röðin komin að Mette-Marit að biðjast afsökunar á tengslum sínum við Epstein en hún hitti hann margoft á árunum 2011 til 2013, eftir að hann hafði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot.

„Ég hefði aldrei haft neitt með Epstein að gera ef ég hefði vitað um alvarleika afbrota hans. Ég hefði átt að kanna fortíð Epstein betur og ég biðst afsökunar á að hafa ekki gert það.“

Segir í yfirlýsingu sem norska hirðin sendi frá sér í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni