fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Forstjóri McDonald’s rekinn – „Þetta voru mistök“

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 4. nóvember 2019 11:23

Engar auglýsingar frá McDonalds eftir klukkan 21.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Easterbrook, forstjóri McDonald’s, hefur verið rekinn úr starfi eftir að upp komst að hann hafði átt í ástarsambandi við starfsmann fyrirtækisins. Steve var yfirmaður konunnar og samkvæmt reglum McDonald’s er slíkt bannað og brottrekstrarsök.

Steve er Breti sem hafði unnið fyrir McDonald’s í aldarfjórðung og klifið metorðastigann hægt og rólega. Hann var mikils metinn og var á býsna góðum launum; hann fékk tæpa tvo milljarða króna á ári í laun.

Í bréfi sem hann sendi samstarfsfólki sínu játaði hann að hafa gert „mistök“ og sýnt dómgreindarleysi. Hann skildi við eiginkonu sína fyrir skemmstu en saman eiga þau þrjú börn.

Gengi hlutabréfa í McDonald’s féllu nokkuð við þessi tíðindi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild