fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Stjörnurnar berjast fyrir lífi fanga á dauðadeild

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 21:30

Kim Kardashian.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Kardashian er á meðal þeirra sem beita sér í máli Rodney Reed, fanga á dauðadeild í Texas, sem til stendur að taka af lífi þann 20. nóvember næstkomandi.

Hefur hún krafist þess að mál hans verði tekið upp að nýju, en fleiri frægar stjörnur á borð við Rihönnu, Busta Rhymes og LL Cool J. hafa beitt sér á sambærilegan hátt í málinu.

Rodney þessi var sakfelldur fyrir nauðgun og morð á konu að nafni Stacey Stites árið 1996. Mál Rodney hefur vakið talsverða athygli vestanhafs enda eru margir á því að rannsókn lögreglu hafi verið mjög ábótavant. Þá hafi lögmenn Rodney á sínum tíma gert sig seka um slæm mistök þegar þeir kölluðu ekki til vitni sem gat veitt Rodney skothelda fjarvistarsönnun.

Loks hafi annar fangi fullyrt að maður að nafni Jimmy Fennell hafi játað í sín eyru að hann bæri ábyrgð á morðinu, en Fennell þessi var unnusti Stites á þeim tíma sem morðið var framið. Hann hafi reiðst þegar hann komst að því að Stites og Rodney hefðu átt í ástarsambandi og drepið hana. Fennell hefur komist í kast við lögin en hann sat inni fyrir nauðgun og mannrán á sínum tíma.

Kim Kardashian vakti athygli á máli Rodneys á Twitter og biðlaði til ríkisstjóra Texas að náða Rodney.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni