fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Norskur hryðjuverkamaður neitar sök – „Ég vil vernda kynslóðir framtíðarinnar“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 07:02

Philip Manshaus

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær kom Philip Manshaus, 22 ára, í fyrsta sinn fyrir dóm í Osló. Hann er ákærður fyrir morð og hryðjuverk. Hann las upp fjögurra mínútna langa yfirlýsingu í dómssal og sagðist hann vilja vernda kynslóðir framtíðarinnar sem rambi á barmi útrýmingar. Áður en hann las yfirlýsinguna upp hafði hann heilsað að nasistasið.

Hann er ákærður fyrir að hafa drepið stjúpsystur sína og að hafa ráðist á Al-Noor Islamic Centre í Bærum nærri Osló. Enginn slasaðist alvarlega í þeirri árás. Stjúpsystir hans var 17 ára og var ættleidd frá Kína. Hann telur að ekki eigi að refsa honum fyrir það sem hann gerði. Í yfirlýsingu sinni kom hann með margar rasískar athugasemdir og lýsti einnig gyðingaandúð sinni.

Gæsluvarðhald yfir honum var framlengt en einangrun aflétt svo nú getur hann sent og fengið bréf og heimsóknir.

Hilde Strand, lögmaður hjá lögreglunni, sagði að rannsókn málsins muni ljúka í desember. Á fimmtudaginn er von á skýrslu um hvort hægt sé að draga Manshaus til ábyrgðar fyrir ódæðisverkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum