fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Óhugnaður í Kaupmannahöfn: Þóttist vera lögreglumaður og nauðgaði ungri konu á heimili hennar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. október 2019 20:00

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 4. maí var ungri konu nauðgað á heimili hennar í Kaupmannahöfn. Ofbeldismaðurinn beitti úthugsaðri og lymskulegri aðferð til koma fram vilja sínum. Hann stöðvaði konuna á götu úti og sagðist vera frá fíkniefnalögreglunni. Hann sagði henni að lögreglan hefði fylgst með henni um hríð vegna gruns um að hún stundaði fíkniefnaviðskipti.

Hann framkvæmdi líkamsleit á henni og leitaði einnig í tösku hennar. Þar „fann“ hann poka sem hann sagði innihalda fíkniefni. Hann sagði henni að nú yrði að leita á heimili hennar og að hún yrði að koma með á lögreglustöðina. Hún trúði honum og hleypti honum inn í íbúð sína.

Þegar inn var komið sannfærði hann konuna um að hún gæti sloppið við að fara á lögreglustöðina ef hún afklæddist og sagðist jafnframt ætla að hjálpa henni við að sleppa frá málinu. Þegar konan hafði afklæðst hélt hann henni fastri, þvingaði til munnmaka og nauðgaði henni síðan. Hún barðist á móti og öskraði „nei“.

Lögreglan handtók manninn í sumar. Hann er 26 ára danskur ríkisborgari af erlendum uppruna. Hann neitar sök en hefur verið ákærður fyrir málið.

Konan tilkynnti um nauðgunina strax og hún losnaði frá manninum. Lögreglunni tókst að hafa uppi á manninum því hann hringdi 17 sinnum til konunnar eftir nauðgunina og sagðist vera frá lögreglunni. Hann sagðist vilja ræða við hana um „fíkniefnamálið“. Lögreglan fylgdist með síma konunnar og gat rakið símtölin og þannig haft uppi á manninum. Málið verður tekið fyrir dóm í Kaupmannahöfn fyrir jól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Isak sló vafasamt met
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings