fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Mannræningjarnir hafa sett sig í samband við fjölskyldu Anne-Elisabeth – „Við teljum að hún sé á lífi“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 13:26

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður norsku Hagen-fjölskyldunnar hélt blaðamannafund fyrir stundu þar sem hann greindi frá stöðu málsins. Eins og kunnugt er var Anne-Elisabeth Hagen rænt frá heimili sínu nærri Osló þann 31. október síðastliðinn. 9 milljóna evra var krafist í lausnargjald fyrir hana samkvæmt miða sem fannst í húsinu. Eiginmaður hennar er milljarðamæringurinn Tom Hagen.

Á fréttamannafundinum sagði lögmaðurinn, Svein Holden, að þeir sem rændu Anne-Elisabeth, eða segjast að minnsta kosti hafa gert það, hafi sett sig í samband við fjölskylduna í síðustu viku.

Holden sagði að í samráði við lögregluna hafi verið ákveðið að skýra frá gangi mála. Hann sagði að sú samskiptaleið sem meintir mannræningjar hafi notað bjóði upp á takmarkaða möguleika til samskipta en hún hefur áður verið notuð í samskiptum við þá. Hann vildi ekki segja á hvaða tungumáli samskiptin fóru fram. Ekki hafi komið fram neinar sannanir fyrir að Anne-Elisabeth sé á lífi eða að sá sem setti sig í samband við fjölskylduna hafi hana í haldi. Hann sagði að fjölskyldan telji þó að hér séu þeir komnir sem hafi rænt Anne-Elisabeth.

„Við tökum þetta sem skýrt merki um að Anne-Elisbeth Hagen sé á lífi og að hún geti snúið aftur til fjölskyldu sinnar.“

Sagði hann. Hann sagði að fjölskylda hennar væri reiðubúin til samningaviðræðna til að fá Anne-Elisabeth aftur heim en fyrst þurfi að liggja fyrir sönnun um að hún sé á lífi.

Ekkert hefur heyrst til Anne-Elisabeth síðan hún var numin á brott. Það eina sem lá ljóst fyrir frá upphafi var að lausnargjalds væri krafist fyrir hana en það kom fram á nokkrum miðum sem fundust á heimili þeirra hjóna, þeir voru skrifaðir á bjagaðri norsku. Einnig kom fram á þeim að Anne-Elisabeth yrði unnið tjón ef lögreglunni yrði blandað í málið. Tom Hagen gerði það nú samt sem áður samdægurs. Lögreglan fór mjög leynt með rannsóknina og skýrði ekki opinberlega frá málinu fyrr en þann 9. janúar þegar hún komst ekki lengra áleiðis við rannsóknina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“