fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Þingmaður segir að nauðganir og sifjaspell hafi ýtt undir fólksfjölgun

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. ágúst 2019 17:00

Steve King. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski repúblikaninn Steve King komst heldur betur í kastljósið í síðustu viku eftir að skýrt var frá því að hann hefði varið bann við fóstureyðingum með þeim rökum að mannkynið ætti nauðgunum og sifjaspelli tilvist sína að þakka.

„Væri eitthvað fólk eftir í heiminum ef ekki hefði verið fyrir nauðganir og sifjaspell?“

Sagði hann í samtali við Des Moines Register dagblaðið þegar hann var að verja stuðning sinn við fóstureyðingarbann sem gerir engar undantekningar vegna nauðgana eða sifjaspells.

Demókratar brugðust illa við þessum orðum hans og margir hvöttu hann til að segja af sér þingmennsku. Kirsten Gillibrand, demókrati sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi flokksins á næsta ári, tjáði sig um málið á Twitter og sagði King vera til vansa og hann ætti að segja af sér þingmennsku. Undir þetta tóku Bernie Sanders, Cory Bokker, Beto O‘Rourke og Julián Castro sem einnig sækjast eftir að verða forsetaframbjóðendur flokksins.

Samflokksmenn King voru heldur ekki allir sáttir við hann og sögðu undarleg ummæli hans og framkomu draga úr vægi þeirra skilaboða sem repúblikanar vilja koma á framfæri í tengslum við umræðuna um bann við fóstureyðingum.

King er ekki óvanur því að vera umdeildur en ummæli hans um kynþætti og innflytjendur hafa oft farið fyrir brjóstið á fólki sem og tengsl hans við hvíta þjóðernissinna víða um heim. Þetta hefur orðið til þess að hann er óvelkominn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og er það eitt af því fáa sem þingmenn repúblikana og demókrata í deildinni geta sameinast um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 1 viku

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari