fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 08:02

Eurovision fer fram í Tel Aviv í ár

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska ríkissjónvarpið hefur ákveðið að hætta við þátttöku í Eurovision í Ísrael í maí. Ástæðan eru deilur á milli sigurvegara úkraínsku undankeppninnar og ríkissjónvarpsins.

Talsmaður ríkissjónvarpsins segir að undankeppnin í ár hafi vakið athygli á kerfisbundnum vandamálum tónlistariðnaðarins í landinu þar sem margir listamenn hafi tengsl við árásargjarnt ríki, (þar er átt við Rússa, innskot blaðamanns) sem Úkraína hafi átt í stríði við í fimm ár.

„Þrátt fyrir að sumum finnist þessi tengsl ásættanleg eru þau móðgandi og óásættanleg fyrir aðra.“

Sagði talsmaðurinn.

Eins og lesa má úr orðum talsmannsins þá er það samband Úkraínu við Rússland sem er kjarni vandans.

Allt hófst þetta þegar úkraínska ríkissjónvarpið vildi ekki leyfa sigurvegara undankeppninnar, Maruv, að koma fram aftur því hún vildi ekki skrifa undir samning þar sem hún afsalar sér ákveðnum grundvallarréttindum. Þar á meðal að mega leika af fingrum fram á sviðinu, að tala við fréttamenn án samþykkis ríkissjónvarpsins og að halda tónleika í Rússlandi. Freedom Jazz og Kazka, sem lentu í öðru og þriðja sæti undankeppninnar, vildu heldur ekki skrifa undir slíkan samning og því var ákveðið að Úkraína verði ekki með að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“