fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Segja al-Kaída ætla að ráðast á flugvélar eða flugvelli í Evrópu á næstunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. desember 2018 08:30

Breskir lögreglumenn bregðast við hryðjuverkaárás. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af al-Kaída hryðjuverkasamtökunum að sögn breska öryggismálaráðherrans Ben Wallace. Hann segir raunverulega hættu á að al-Kaída ráðist á evrópska flugvelli eða flugvélar á næstunni.

Í samtali við The Sunday Times sagði hann að al-Kaída hafi nú risið úr öskustónni í kjölfar ósigra Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak.

„Al-Kaída sat þögult í horninu og reyndi að finna út hvernig 21. öldin mun líta út. Samtökin hafa endurskipulagt sig. Þú sérð al-Kaída birtast á svæðum sem við héldum að svæfu.“

Breska ríkisstjórnin ætlar að verja 25 milljónum punda til verkefnis sem á að vernda flugvélar gegn „ógnum innan frá“.

„Al-Kaída er risið upp á nýjan leik. Þeir hafa endurskipulagt sig. Þeir munu gera sífellt fleiri tilraunir til að ráðast á Evrópu og hafa tileinkað sér nýjar aðferðir og vilja enn ráðast á flugiðnaðinn.“

Hann sagði að eftirlit á flugvöllum væri orðið það gott að litlar líkur séu á að hægt sé að smygla sprengiefnum um borð í flugvélar. Þetta leiði til þess að hryðjuverkamenn horfi annað.

„Þeir hafa kannað aðrar leiðir til að koma sprengiefnum um borð í flugvélar. Við höfum rætt opinberlega um hættur innan frá. Ef þú kemst ekki inn um aðaldyrnar verður þú að reyna að komast inn bakdyrameginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma