fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Neytendur

Páskaeggjasmökkun DV: Bylgja biðlar til framleiðenda– Ekki skemma þetta með lakkrís!

Þetta sagði dómnefndin um besta eggið – Hvíta súkkulaðið velkomin tilbreyting

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. apríl 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lindu Lindor hvíta súkkulaðieggið frá Góu er að mati dómnefndar DV besta íslenska páskaeggið í ár.

Dómnefndina í ár skipuðu þau Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, dagskrárgerðarkona og súkkulaðifíkill að eigin sögn, Björn Þorfinnsson, blaðamaður DV og sjálftitlaður nammigrís, Haukur Dór Bragason, athafnamaður og séntilmenni, Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri ÍNN og sælkeri, og Bylgja Babýlons, uppistandari og sérlegur andstæðingur lakkríss – eins og lesa má á umsögn hennar um eggin. Hún hreinilega biðlar til framleiðenda að vera ekki að skemma sigureggið með því að troða lakkrís í það eins og svo mörg önnur egg.

Hér fyrir neðan má sjá umsögn dómnefndar um Lindor-eggið hvíta.


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

1. – Lindu Lindor hvítt súkkulaðiegg (Góa)

Eva Laufey: „Stenst allar mínar væntingar varðandi hvítt súkkulaði. Ljúffengt.“
Björn: „Ferskt og brýtur upp súkkulaðiveisluna. Það vantar ekki meira súkkulaði í kroppinn.“
Haukur: „Ferskt og gott. Vel heppnað hvítt súkkulaði, minnir svolítið á Kinder-egg.“
Kristján: „Lindor er bara nostalgískt og nærir sálina.“
Bylgja: „Hvítt súkkulaði bregst aldrei. Mig langar að biðla opinberlega til sælgætisframleiðenda um að vera ekki að setja lakkrís í það. Plís.“

Meðaleinkunn: 8


Viltu vita hvaða páskaegg eru í toppsætunum? Allt um það í helgarblaði DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Neytendur
24.07.2020

Ertu að fara í sumarfrí? Svona minnkar þú líkur á innbroti

Ertu að fara í sumarfrí? Svona minnkar þú líkur á innbroti
EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.02.2020

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
EyjanNeytendur
29.07.2019

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
10.05.2019

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn