fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Neytendur

Garmin 25 hlaupaúr reynist tvöfalt dýrara í Elko

Verðsamanburður DV sýnir mikinn mun á verði hérlendis og erlendis

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. nóvember 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðsamanburður DV leiðir í ljós að verð á vinsælu hlaupaúri í Elko er 100 prósent dýrara í Elko en í Danmörku. Munurinn er enn meiri, miklu meiri raunar, í samanburðarverslununum í Noregi og Bretlandi.

DV kannaði upphaflega verð á Forerunner 235-hlaupaúri. Verð á því var um 75% hærra hér en í samanburðarlöndunum. Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko, bar því við að sú tiltekna vara hefði verið of hátt verðlögð. Umboðsaðili hafi fallist á lækkun og útsöluverðið lækkað í kjölfarið. DV kannað þá aðra týpu, þá sem hér sést. Á því er enn meiri verðmunur.

Skýringin sem hann gaf á þessari verðlagningu var sú að um væri að ræða vöru á „útleið“. Erlendir aðilar væru alltaf á undan að lækka hjá sér verð, því þeir væru hluti af stærri keðjum. Hann sagði að mjög fljótlega færi þetta úr í lækkunarferli hjá Elko.

Þess má geta að varan kostar það sama í dag, föstudag, og hún kostaði fyrir viku, þegar greinin var unnin.

Gestur sagði við DV að almennt væru þeir hjá Elko óhressir ef verðið væri ekki svipað eða að hámarki 10–14% hærra hjá þeim en hjá samstarfsaðilum þeirra á hinum Norðurlöndunum. DV hefur ekki tekist að finna þeim orðum stað. Þannig verður Playstation 4 pro, sem er væntanleg, 43% dýrari í Elko en í Curry‘s í Bretlandi, svo eitt dæmi sé tekið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Neytendur
24.07.2020

Ertu að fara í sumarfrí? Svona minnkar þú líkur á innbroti

Ertu að fara í sumarfrí? Svona minnkar þú líkur á innbroti
EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.02.2020

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
EyjanNeytendur
29.07.2019

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
10.05.2019

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn