fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Neytendur

Netflix er nú aðgengilegt öllum á Íslandi: Sjáðu hvað það kostar

Dýrasta áskriftarleiðin kostar aðeins 1.700 krónur

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. janúar 2016 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar geta nú fengið sér áskrift að streymiþjónustu Netflix án þess að fara krókaleiðir. 130 lönd bættust í dag við þjónustu Netflix, þar á meðal Ísland.

Sam-félagið, sem rekur meðal annars Sambíóin, stendur á bak við samningana að þjónustunni hér á landi. Vinsældir Netflix hafa farið vaxandi á undanförnum árum og hafa fjölmargir Íslendingar nýtt sér þjónustuna, en hafa þurft að fara til þess krókaleiðir.

Boðið er upp á þrjú verð á streymiþjónustunni. Ódýrasta áskriftin á mánuði kostar 7,99 evrur, sem jafngildir um 1.100 íslenskum krónum. Ekki er hægt að horfa á sjónvarpsefni í háskerpu í þeirri áskriftarleið og þá er aðeins hægt að horfa á einn skjá í einu. Næst ódýrasta áskriftin kostar 9,99 evrur, eða rúmar 1.400 krónur. Í þeirri áskrift er hægt að horfa á efni í háskerpu og á tveimur skjám í einu. Dýrasta áskriftin kostar 11,99 evrur, eða 1.700 krónur. Kjósi fólk að fara þá leið er hægt að horfa á efni í Ultra HD og horfa á efnið á fjórum skjám samtímis.
Engin takmörk eru fyrir því hversu mikið efni er hægt að horfa á. Netflix býður nýjum viðskiptavinum upp á fyrsta mánuðinn endurgjaldslaust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Neytendur
24.07.2020

Ertu að fara í sumarfrí? Svona minnkar þú líkur á innbroti

Ertu að fara í sumarfrí? Svona minnkar þú líkur á innbroti
EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.02.2020

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
EyjanNeytendur
29.07.2019

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
10.05.2019

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn