fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Dýrðlegur sítrónukjúklingur að hætti Gissurar Páls sem þið eigið eftir að elska

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 28. mars 2023 08:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Eiríksson matarbloggari og sælkeri hefur dálæti af matarboðum og veit fátt skemmtilegra að fá slík boð. Hann er líka iðinn við að skrifa um matarboðin og það sem framreidd er og deila með lesendum sínum. Á síðunni hans Albert eldar er að finna dýrðlega uppskrift af sítrónu kjúkling sem minnir óendanlega á að páskarnir eru í nánd. Ljúffengur heilsteiktur kjúklingur með sítrónukeimur og fullt af bökuðu grænmeti kemur með ilminn af vorinu og gleður bragðlaukana. Albert fékk þessa uppskrift hjá vini sínum Gissuri Páli óperusöngvara.

„Það er eins með Gissur Pál og aðra óperusöngvara sem ég þekki, hann hefur mjög mikinn áhuga á mat. Bæði er áhuginn á matargerðinni og ekki síður að borða góðan mat. Þennan ítalska kjúklingarétt galdraði hann fram á sínum tíma. Kjúllinn vakti mikla lukku enda ljúffengur svo ekki sé nú meira sagt. Fuglinn var eldaður í eldgömlum Rafha ofni sem ekki er með blæstri, að sögn meistarakokksins bragðaðist hann betur en áður. Sítrónukjúklingur eða pollo al limone er algengur ítalskur réttur, en þar sem Gissur Páll heitir Páll, getum við kallað hann Pollo al Paolo. Með kjúklingnum var borið fram afar ljúft tómatasalat,“ segir Albert og hefur marg oft leikið þennan rétt eftir enda bragðið dýrðlegt.

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls
2 vænir kjúklingar
7 sítrónur, skornar í grófa bita
5 greinar timían
salt og svartur nýmalaður pipar (vel af piparnum)

Skolið kjúklinginn í köldu vatni og þerrið með pappír. Stráið pipar og salti inn í hann, kreistið sítrónurnar í lófanum þannig að safinn renni inn í kjúklinginn og látið að því loknu sítrónubitana inn í hann, um að gera að troða sem mest af þeim inn í kjúklinginn. Setjið timíanið bæði inn í fuglinn og líka ofan á hann. Saltið og piprið eftir smekk. Eldið í 170°C heitum ofni í um klukkustund. Þegar kjúklingurinn hefur verið í ofninum í um 15 mínútur bætið þá við kartöflum sem skornar hafa verið í munn bita, eftir annað korter er ágætt að bæta við sætum kartöflum og upplagt að bæta við grænmeti og nýta það sem til er í ísskápnum.

Gissur Páll er mikill matgæðingur og nýtur þess að matreiða og bjóða góðum vinum í mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa