fbpx
Miðvikudagur 01.febrúar 2023
Matur

Amerískar súkkulaðibitakökur með mjúkri miðju sem þú átt eftir að elska

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 11:44

Þið eigið eftir að elska þessar dásamlegu amerísku súkkulaðibitakökur með mjúkri miðju. MYNDIR/MARÍA GOMEZ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvern dreymir ekki um þessar dásamlegu amerísku súkkulaðibitakökur sem eru örlítið seigar með mjúkri miðju sem bráðna í munni? Hér er komin uppskrift af þessari einu réttu og skemmtilegt er að segja frá því að hún fannst í skissubók í bílskúr hjá einum af okkar vinsælasta lífstíls- og matarbloggara Maríu Gomez sem heldur úti síðunni Paz.is

„Um daginn þegar ég kom heim úr flugi var Raggi maðurinn minn búinn að baka svo geggjaðar súkkulaðibita kökur eins og þær gerast bestar. Hann hafði lumað á uppskriftinni í öll þau ár sem við höfum verið saman en hann fann hana í gamalli skissubók út í bílskúr. Mikið var ég glöð að hann fann þessa dásemdaruppskrift því þetta eru akkúrat kökur eins og mig hefur dreymt um að gera,“ segir María og er hæst ánægð með sinn mann.

Þessar er hægt að finna víða í bakaríum og fleiri stöðum en er það sem er gert heima alltaf langbest. Þessar eru með stökkum köntum en mjúkar og seigar í senn inn í miðju.

Nú er bara að hefja bakstur, prófa og njóta. Þetta veður býður upp á það.

Amerískar súkkulaðibitakökur

100 g sykur

165 g púðursykur

1 tsk. fínt borðsalt

115 g bráðið smjör

1 egg

1 tsk. vanilludropar

155 g hveiti

½ tsk. matarsódi

220 g dökkt eða ljóst súkkulaði ( ég notaði semi-sweet súkkulaðidropa sem fást í Costco en það má líka skera niður súkkulaði í grófa bita eða kaupa hvaða súkkulaðidropa sem er, jafnvel setja hvítt og dökkt súkkulaði 50/50)

80 g súkkulaðidropar

Byrjið á því að þeyta saman í hrærivél sykur, salt og smjör þar til það verður kekkjalaust og þykkt. Bætið þá egginu saman við ásamt vanilludropum og þeytið þar til það verður þykkt, létt og loftkennt. Setjið þá næst hveitið og matarsódann og hrærið saman með sleikju eða sleif en ekki í hrærivél og passið að hræra ekki of mikið því þá verða kökurnar ekki eins góðar, bara rétt svo að blanda saman á þessu stigi. Setjið að lokum súkkulaðið út í og hrærið aftur sem minnst með sleif eða sleikju. Kælið deigið í minnst 30 mínútur, því lengur sem þið kælið deigið því betri kökur en Raggi eiginmaður minn gerði þetta deig að kvöldi og geymdi í ísskáp yfir nótt. Hitið ofninn á 180 °C og hafið blástur á. Setjið bökunarpappír á ofnplötu.  Best er að móta svo kökurnar með smákökuskeið eða ísskeið (hér t.d fæst sniðug skeið en notið þá stærri skeiðina). Raðið svo hverri kökukúlu úr skeiðinni með 10 cm á milli svo þær leki ekki saman og hafið eins og 5 cm frá endanum á plötunni svo þær leki ekki út af

Bakið í um það bil 12-15 mínútur eða þar til kantarnir eru aðeins búnir að dökkna en eru ljósari í miðju, Raggi hafði þær í sléttar 13 mínútur. Ekki baka þær of mikið þá verða þær ekki mjúkar inn að miðju. Athugið að þegar kökurnar fara í ofninn þá eru þær í kúluformi en leka svo niður og verða flatar við bakstur.

Gott fyrir ykkur að vita að gott er að geyma kökurnar í zip it poka eða lofttæmdu boxi. Ég set þær stundum í frystir og tek svo út eina og eina og læt þiðna á borði í eins og 15 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Sósan sem gerði allt vitlaust – Ómótstæðileg kóríandersósa sem tryllir bragðlaukana og verður ómissandi

Sósan sem gerði allt vitlaust – Ómótstæðileg kóríandersósa sem tryllir bragðlaukana og verður ómissandi
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 2 vikum

Anna Sigga býður upp á helgarmatseðilinn sem er hinn ævintýralegasti fyrir bragðlaukana

Anna Sigga býður upp á helgarmatseðilinn sem er hinn ævintýralegasti fyrir bragðlaukana
Matur
Fyrir 3 vikum

Kaldur hafragrautur að hætti Lindu Ben sem þú átt eftir að elska

Kaldur hafragrautur að hætti Lindu Ben sem þú átt eftir að elska
Matur
Fyrir 3 vikum

Vinsælasti helgarmatseðillinn á liðnu ári í boði Mána ástríðukokks og sálfræðings

Vinsælasti helgarmatseðillinn á liðnu ári í boði Mána ástríðukokks og sálfræðings
Matur
23.12.2022

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur
FókusMatur
21.12.2022

Trölli stal jólatrénu en ekki jólunum í Bónus

Trölli stal jólatrénu en ekki jólunum í Bónus
Matur
16.12.2022

Risalamande töfraður fram á augabragði

Risalamande töfraður fram á augabragði
FókusMatur
15.12.2022

Jólasveinar nýjasta jólalínan hennar Heklu

Jólasveinar nýjasta jólalínan hennar Heklu