fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Matur

Grilluð ávaxtaspjót með bræddu súkkulaði fyrir sælkera

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 12. júní 2022 09:18

Berglind Hreiðars mælir með grilluðum ávaxtaspjótum í eftirétt á góðum sumardegi. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grillaðir eftirréttir eru hrein dásemd fyrir bragðlaukana og eiga vel við á sumrin.  Berglind okkar Hreiðars köku- og matarbloggari með meiru sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar er hér með eina hugmynd sem steinliggur. Berglind lofar að koma með fleiri hugmyndir og uppskriftir af grilluðum eftirréttum á næstunni.

„Þessir ávextir voru dásamlegir með nýbræddu súkkulaði og síðan hugsa ég að þeir færu einnig mjög vel með ís eða rjóma,“ segir Berglind og nýtur þess að töfra fram rétti með bræddu súkkulaði. Svo mælir Berglind með rósavíni með grilluðu ávöxtunum.

Grilluð ávaxtaspjót með súkkulaði

5-6 spjót

½ ferskur ananas

3 ferskjur

15-20 Driscolls jarðarber

50 g brætt dökkt súkkulaði

2 msk. söxuð mynta

Skerið ananas og ferskjur niður í hæfilega stóra bita. Raðið ananas, ferskjum og jarðarberjum til skiptis upp á grillspjót. Grillið á meðalheitu grilli í um 2 mínútur á hvorri hlið. Raðið á bakka og setjið brætt súkkulaði yfir allt og saxaða myntu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“