fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Matur

Djúsi kjúklingaréttur í rjómaosta- og sveppasósu sem þú átt eftir að elska

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 31. mars 2022 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferðinni dásamlega góður og djúsí kjúklingaréttur sem ofureinfalt er að gera. Hér leika sveppirnir, rjómaosturinn og hvítlaukur aðalatriði þegar það kemur að brögðunum. María Gomez lífsstíls- og matarbloggari sem heldur úti bloggsíðunni Paz.is á heiðurinn af þessum djúsi kjúklingarétti sem bráðnar í munni. Einfalt og gott á fimmtudagskvöldi til að njóta.

Kjúklingaréttur í rjómaosta- og sveppasósu

500 g sveppir

1 poki kjúklingalundir

1 stk. villisveppa kryddostur

4 marin hvítlauksrif

500 ml matreiðslurjómi

1-2 tsk. þurrkað timian

1 tsk. fínt borðsalt

½  tsk. gróft malaður svartur pipar

1 tsk. Oscar kjúklingakraftur í dufti

1 ½ msk. Maizena sósujafnari

Byrjið á að skera sveppina í 4 parta hvern svepp eða 2 parta ef sveppirnir eru smáir. Setjið næst kjúklingalundirnar, í heilu lagi, í stórt eldfast mót. Saltið lundirnar og piprið og setjið kjúklingakraftinn yfir og hrærið saman með skeið. Setjið næst sveppina yfir og þurrkað timian. Raspið niður villisveppaostinn og dreifið yfir lundirnar og sveppina ásamt mörðum hvítlauknum. Hellið svo matreiðslurjómanum yfir og stingið í 210°C heitan ofninn i 25 mínútur.

Þegar 25 mín eru liðnar takið þá mótið út og dreifið maizena sósujafnara yfir allt og stingið aftur inn í 10 mínútur. Þegar rétturinn er tekinn út er gott að hræra aðeins í honum þar til allt er vel blandað saman og sósan verður þykk og góð. Berið fram með grjónum eða cous cous og fersku salati.

Njótið vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“