fbpx
Laugardagur 28.maí 2022
Matur

Girnilegir forréttir Valgerðar og freyðandi eftirréttur sem enginn stenst

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 17. mars 2022 14:56

Valgerður veit fátt skemmtilegra en að bjóða gestum í mat og er einstaklega útsjónarsöm þegar kemur að því að bjóða upp á dýrindis rétti sem töfra gestina upp úr skónum og tekur örskamma stund að framreiða. DV/ERNIR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, veit fátt skemmtilegra en að prófa sig áfram með nýjar uppskriftir og bjóða góðum vinum í mat eins fram kemur í Fréttablaðinu um helgina. Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf mikinn tíma í matseld kemur það samt ekki í veg fyrir að hún reiði fram einfaldan og góðan mat fyrir sitt besta fólk.

Í þættinum Matur og heimili á dögunum framreiddi Valgerður þrjá ofureinfalda og gómsæta sælkerarétti, tvo forrétti og einn eftirrétt. „Réttirnir sem ég valdi útbúa eiga eru ótrúlega bragðgóðir, ólíkir en ákaflega einfaldir þegar kemur að eldamennsku og hráefnum. Stundum langar mann að fá góða vini í mat en hefur kannski ekki langan tíma til að galdra fram eitthvað guðdómlegt og þá eru þetta bestu réttirnir. Ég var að vinna í Íslandsbanka og árið 2010 var haldin matreiðslukeppni á meðal starfsmanna. Ég hafði í nokkur ár verið að elda innbakaðan humar, sem hljómar flókið en er ótrúlega einfaldur réttur. Íslandsbanki gaf síðan út matreiðslubók sem starfsmenn fengu í jólagjöf það árið og í framhaldi fóru 12 uppskriftir á dagatal sem viðskiptavinir fengu gefins og þar endaði þessi frábæra uppskrift. Ég er enn þann dag í dag að fá skilaboð frá fólki sem er eldar þennan rétt ávallt á jólum eða áramótum.“ Allt hráefnið í þessa tvo forrétti fékk Valgerður í Bónus. Í eftirréttinn er Cava sérpantað hjá ÁTVR, óáfenga freyðivínið fæst í Krónunni og sorbet-ísinn fær hún í ísbúðinni Huppu.

Innbakaður þykir hið mesta lostæti og margir halda að það sé ofur flókið að útbúa hann en það er hinn mesti miskilningur.

 

 

 

 

 

 

Innbakaður humar

1 hvítt samlokubrauð

1 poki skelflettur humar frá Norðanfiski

200 g smjör

3-4 litlir hvítlaukar, pressaðir

1 búnt steinselja, söxuð

Sítrónupipar eftir smekk

Bræðið smjörið, pressið hvítlaukinn og blandið saman ásamt steinseljunni. Skerið skorpuna af brauðinu/brauðsneiðunum og fletjið það út með kökukeflinu báðum megin. Hreinsið humarinn og leggið hann á brauðið/brauðsneiðarnar, um það bil tvo til þrjá humarhalar á hverja sneið. Kryddið til með sítrónupiparnum. Vefjið brauðinu utan um humarinn og veltið rúllunum upp úr hvítlaukssmjörinu. Bakið í ofni við 200° C í 10 til 15 mínútur. Berið fram klettasalati og hvítlaukssósu.

Steinliggur, rétturinn sem fékk nafn þegar Valgerður framreiddi hann í þættinum Matur og Heimili.

 

 

 

 

 

 

Steinliggur

150 g geitaostur (Chavroux)

½ hvítt samlokubrauð

1 pakki parmaskinka

150 g rjómi

Salt og pipar eftir smekk

Hunang eftir smekk

1 búnt fersk basilíka

Ólífuolía

Byrjið á því að setja geitaost og sama magn af rjóma í pott, saltið og piprið eftir smekk og bætið við hunangi eftir smekk. Hitið þetta saman en passið að þetta sjóði ekki. Brauðsneiðarnar eru ristaðar, miðið við eina sneið á mann, það má skera skorpuna af eða skera sneiðarnar horn í horn. Setjið sósuna yfir brauðsneiðina, um það bil tvær matskeiðar ásamt tveim sneiðum af parmaskinku. Setjið síðan ólífuolíu og basilíku yfir og hafið magnið eftir smekk hvers og eins. Sósan sem verður eftir í pottinum er borin fram með réttinum svo hægt sé að fá sér ábót.

Freyðandi eftirrétturinn sem samanstendur af tvenns lags sorbet, Cava og jarðarberjum slær alltaf í gegn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Freyðandi sorbet eftirréttur

Honor Cava ( hægt að sérpanta frá ÁTVR) eða óáfengt freyðivín (Tomson&Scott Noughty)

1 box sítrónu-sorbet

1 box jarðarberja-sorbet

1 askja jarðarber til skrauts

Ein kúla af jarðarberja-sorbet og önnur af sítrónu-sorbet sett í fallega skál eða glas á fæti. Jarðarber heil eða skorin yfir til skrauts. Freyðivíninu er síðan hellt yfir þegar búið er að bera réttinn fram og þá freyðir hann skemmtilega og slær ávallt í gegn.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Frískandi og sumarlegur melónukokteill í Eurovison-boðið

Frískandi og sumarlegur melónukokteill í Eurovison-boðið
Matur
Fyrir 3 vikum

Dýrindis helgarmatseðill af betri gerðinni sem steinliggur

Dýrindis helgarmatseðill af betri gerðinni sem steinliggur
Matur
Fyrir 3 vikum

Nýkrýndur Kokkur ársins er Rúnar Pierre

Nýkrýndur Kokkur ársins er Rúnar Pierre
Matur
Fyrir 4 vikum

Hver verður kokkur ársins 2022?

Hver verður kokkur ársins 2022?
Matur
21.04.2022

Syndsamleg sólskinsterta með löðrandi ljúffengu karamellukremi sem enginn stenst

Syndsamleg sólskinsterta með löðrandi ljúffengu karamellukremi sem enginn stenst
Matur
19.04.2022

Langbesta túnfisksalatið í dag

Langbesta túnfisksalatið í dag
Matur
09.04.2022

Íslenskar lambalundir eru algjört sælgæti og fullkomnar á grillið

Íslenskar lambalundir eru algjört sælgæti og fullkomnar á grillið
FréttirHelgarmatseðillMatur
08.04.2022

Dýrðlegur helgarmatseðill í boði Sollu og Hildar

Dýrðlegur helgarmatseðill í boði Sollu og Hildar