fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Matur

Lifandi greni og blóm í forgrunni á eitís jólakaffiborðinu

DV Matur
Miðvikudaginn 21. desember 2022 12:39

Í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í gær bauð þáttastjórnandi Sjöfn Þórðar upp á eitís jólakaffi og fékk til liðs við sig Guðrúnu Sigríði Matthíasdóttur brauðtertugerðarkonu, Hrafnhildi Þorleifsdóttur blómaskreyti og Elvu Ágústsdóttur. MYNDIR/VALLI.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í gærkvöldi bauð þáttastjórnandi Sjöfn Þórðar upp á eitís jólakaffi og fékk þær stöllur Hrafnhildi Þorleifsdóttur blómskreyti og eiganda Blómagallerísins við Hagamel og Elvu Ágústsdóttur stílista við dekkað jólakaffiborðið í eítís stíl. Þar var farið alla leið, þar sem fallegu jólalitirnir rauði og græni fengu að njóta sín.

Hinir fáguðu og glæsilegu mánaðarbollar eru dregnir fram og jólasmákökurnar sem nutu mikilla vinsælda á eitís árunum prýða kaffihlaðborðið. Í þættinum rifjaði Hrafnhildur upp þemað í jólaskrautinu á eitís árunum og leyfir þeim litatónum sem þá ríktu að njóta sín.

Rauða jólastjarnan spilaði stórt hlutverk á jólakaffiborðinu, ásamt lifandi greni og til að toppa umgjörðina var Hrafnhildur með amaryllis laukum með gyllingu sem fanga augað. Eyjan í eldhúsi Sjafnar fékk líka að njóta þess að vera í jólabúningi þar sem jólaleg skreyting með silfurþema með amaryllis var í forgrunni ásamt dýrðlegum amaryllis í vasa ásamt greni.

Sjáið myndirnar af jólaskreytingunum og jólakaffiborðinu þar sem hinar klassísku jólasmákökur, lagterturnar og jólakakan fönguðu auga og munn ásamt brauðtertunni í jólabúningi sem Guðrún Sigríður Matthíasdóttir töfraði fram af þessu tilefni.

 

Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér:

Matur og heimili stikla 20. desember
play-sharp-fill

Matur og heimili stikla 20. desember

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Hide picture