fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Matur

Gómsætur chili límónu kjúklingur fyrir sælkerana

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 5. febrúar 2022 16:00

Gómsæti kjúklingarétturinn hennar Guðrúnar hjá Döðlur og smjör sló í gegn hjá fjölskyldu hennar. Mynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir matar- og sælkerabloggari heldur úti síðunni Döðlur og smjör er iðin að koma bragðlaukunum á flug og veit fátt skemmtilegra en að útbúa kræsingar fyrir fjölskyldu sína.

Hér er á ferðinni ótrúlega léttur og bragðgóður kjúklingaréttur úr smiðju hennar, þar sem auðvelt er að leika sér með hráefnin og krydda aukalega með hráefnunum eftir á með chili, límónu og kóríander hver eftir sínu höfði. Brögðin minna örlítið á sumarið sem er góð tilfinning á þessum árstíma á meðan vetur konungur lætur að sér kveða.

 

Chili límónu kjúklingur

Fyrir 3

1 pk úrbeinuð kjúklingalæri

1 stk. safinn úr límónu

1 stk. börkur af límónu

3 msk. ólífuolía

2 hvítlauksgeirar

1 tsk. salt

1 tsk. hunang (eða önnur sæta)

2 tsk. Tabasco Sriracha sósa

1 tsk. cumin

handfyllir kóríander

Afþíðið kjúklinginn og fituhreinsið ef þið viljið. Mælið hráefnin og skerið niður kóríander, þá er öllu blandað saman í skál, hrært vel saman og lok eða plast sett yfir. Leyfið kjúklingnum að marínera í minnst 1-2 tíma, best að leyfa honum að liggja í dágóðan tíma ef það er möguleiki.

Hitið ofninn í 180°C. Raðið kjúklingnum í eldfast form og eldið í 15-20 mínútur.

Maís & ananas hrísgrjón

200 ml hrísgrjón

400 ml vatn

2 msk. smjör

1 maís eða lítil dós maís

3 msk. ananas

pipar eftir smekk

Soð af kjúklingnum

Sjóðið hrísgrjónin með vatni þangað til þau eru full soðin. Takið pönnu og bræðið smjör, skerið maísbitana frá stilknum og ananasinn smátt niður og bætið út á pönnuna. Hellið síðan soðinu sem myndast hefur af kjúklingnum út á pönnuna ásamt hrísgrjónunum og hrærið þessu vel saman. Piprið eftir smekk.

Berið fram með meiri kóríander, límónu og Sriracha sósu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“