fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
Matur

Tryllt ostapasta sem er fullkomið í nesti daginn eftir

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goðsögnin Berglind Hreiðarsdóttir matarbloggari á gotteri.is mælir með þessu fljótlega og djúsí pastarétti. Sagan segir að það sé líka gott að smella nokkrum vínrauðum steinlausum skornum vínberjum út á réttinn í lokinn áður en hann er borinn fram.

„Allt sem er borið fram á einni pönnu elska ég. Þá get ég verið búin að ganga frá öllu sem eldamennskunni viðkemur fyrir utan þessa einu pönnu. Það hentar í það minnsta afar vel þegar maður er búinn að borða á sig gat að þurfa ekki að ganga frá eins miklu,“ segir Berglind sem er praktísk enda með mastersgráðu í verkefnastjórnun auk framúrskarandi bragðlauka.

Havarti pasta

Fyrir um 4-6 manns

300 g skrúfupasta
250 g ostafyllt pasta
5 stk vínarpylsur/chorizo pylsur (um 300 g)
1 brokkolihaus
½ blaðlaukur
300 g Óðals Havarti kryddostur
500 ml rjómi
Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk.
Ólífuolía til steikningar

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Skerið pylsur í sneiðar og steikið upp úr ólífuolíu, leggið til hliðar.

Skerið brokkoli í munnstóra bita og blaðlauk í sneiðar. Steikið brokkoli upp úr ólífuolíu, kryddið með salti og pipar og setjið þá um 3 msk. af vatni út á pönnuna og hrærið varlega þar til vatnið gufar upp.

Þá má bæta smá olífuolíu aftur á pönnuna og bæta blaðlauknum við og steikja þar til hann verður mjúkur.

Geymið brokkoli og lauk til hliðar á meðan þið útbúið ostasósuna.

Hellið um helming rjómans á pönnuna og rífið Havarti ostinn, hrærið vel þar til osturinn er bráðinn og bætið þá restinni af rjómanum saman við.

Kryddið ostasósuna til með salti, pipar og hvítlauksdufti.
Að lokum má hella pylsunum, grænmetinu og pastanu út á pönnuna og hræra öllu saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
09.06.2021

Vinsæll íþróttadrykkur víða ófáanlegur í íslenskum verslunum

Vinsæll íþróttadrykkur víða ófáanlegur í íslenskum verslunum
Matur
23.05.2021

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“
Matur
30.04.2021

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti – virkar líka á glúteinleysingja

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti – virkar líka á glúteinleysingja
Matur
28.04.2021

Uppáhalds uppskriftir Berglindar Hreiðars – Nautalund, humar, kanilsnúðar og bestu núðlur í heimi

Uppáhalds uppskriftir Berglindar Hreiðars – Nautalund, humar, kanilsnúðar og bestu núðlur í heimi
Matur
21.04.2021

Listaspíruleyndarmál – 5 uppáhalds veitinga- og kaffistaðir Sögu

Listaspíruleyndarmál – 5 uppáhalds veitinga- og kaffistaðir Sögu
Matur
20.04.2021

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas