fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023
Matur

Sjúklega góð ostakaka í krukku með löðrandi piparmyntu- og karamellusósu

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 7. desember 2021 18:00

Hátíðleg og sjúklega góð ostakaka toppuð með piparmyntu- og karamellusósu sem enginn ostakökuaðdáandi stenst./Ljósmyndir Berglind Hreiðars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ostakökur eiga vel við, hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust. Það er hægt að útbúa ótal útfærslur af þeim og aðlaga þær að tilefni hverju sinni. sem hátíðirnar nálgast er hér ein komin sem Berglind Hreiðars sælkeri og matarbloggari með meiru hjá Gotterí og gersemar er búin að setja í hátíðlegan búning með guðdómlegri piparmyntu-karamellusósu. Þessi ostakaka myndi sóma sér vel sem eftirréttur í hvaða hátíðarboði sem er á næstunni.

„Hægt er að útbúa þessa köku með fyrirvara ef hún er plöstuð inn í ísskáp. Það er hins vegar best að setja berin ekki á hana fyrr en rétt áður en bera á kökuna fram,“segir Berglind og deilir hér með okkur myndbandi á Instram líka sem sýnir hvernig kakan er útbúin.

Hér finnið þið REELS myndband á Instagram sem sýnir hvernig kakan er útbúin.

Hátíðarostakaka

Uppskrift dugar í 8-12 glös/krúsir (eftir stærð)

Botn

30 Oreo kexkökur

50 g brætt smjör

  1. Myljið kexið niður í duft í blandara, setjið í skál og blandið smjörinu saman við.
  2. Setjið um eina matskeið af kexmylsnu í botninn á hverri krús/glasi.

Fylling

500 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita

270 g sykur2 tsk. vanillusykur

500 ml þeyttur rjómi

  1. Þeytið rjómaost, sykur og vanillusykur saman í hrærivélinni þar til létt blanda hefur myndast.
  2. Blandið þá þeytta rjómanum varlega saman við með sleikju.
  3. Setjið í sprautupoka og skiptið niður í krúsirnar/glösin.
  4. Kælið á meðan karamellan er útbúin.

Karamella og skreyting

230 g Dumle Polka karamellur (1 poki)

100 ml rjómi

Driscolls jarðarber, hindber og rifsber

  1. Bræðið karamellur og rjóma saman í potti og leyfið að ná stofuhita.
  2. Hellið smá sósu yfir hverja ostaköku, kælið og skreytið með ferskum berjum.
  3. Jólalegt getur verið að strá smá flórsykri yfir í lokin en það er þá best að gera rétt áður en bera á kökuna fram.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
19.12.2022

Nýjasta æðið á samfélagsmiðlum eru sælkera hátíðarhringir með jólalegu ívafi

Nýjasta æðið á samfélagsmiðlum eru sælkera hátíðarhringir með jólalegu ívafi
Matur
18.12.2022

Vegan laufabrauðin rjúka út eins og heitar lummur – seldust upp í fyrra

Vegan laufabrauðin rjúka út eins og heitar lummur – seldust upp í fyrra
Matur
12.12.2022

Lemon opnar nýjan stað í Hagkaup í Skeifunni

Lemon opnar nýjan stað í Hagkaup í Skeifunni
Matur
10.12.2022

Eldhúsgyðjan býður upp á Baskneska ostaköku frá Spáni

Eldhúsgyðjan býður upp á Baskneska ostaköku frá Spáni