fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Svona eldar þú djúsí kalkúnabringu eða heilan kalkún – leyniráðið er einfalt

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. desember 2021 11:30

Fullkominn kalkúnn Mynd: TM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það elda margir kalk­úna­bringu á hátíðis­dög­um. Við steik­ingu á kalk­úna­bring­um er miðað við 30-40 mín­út­ur á hvert kg í 170°C heit­um ofni. Það getur þó verið gott að elda hana á minni hita í lengri tíma til að forðast að hún ofþorni. Gald­ur­inn  felst þó í að setja app­el­sínu og nokkr­ar sítr­ónusneiðar, í mótið til að fá ferskt bragð og auk­inn raka að ógleymdri smjörklípu.

Athugið að leyniráðið hér er kjöthitamælir því stærð og gerð ofnisins getur ýmsu breytt. Leitast skal við að bringan nái 71 gráðu kjarnhita – taka hana þá út og láta standa í álpappír í um 15 mín til að hún haldi betur safanum.

1 kg kalk­úna­bringa
1 app­el­sína
1/​2 sítr­óna
Smjör
Herb de provance krydd­blanda
Kalk­únakrydd
Kalk­únakraft­ur frá Tasty

Setjið bring­una í eld­fast­mót.
Nuddið bring­una upp úr kryddi og smjöri.
Raðið app­el­sínu og sítr­ónusneiðum yfir bring­una.
Setjið væna smjörklípu yfir bring­una.
Setjið 2 msk. af kalk­únakraft í 200 ml af soðnu vatni og setjið með ofan í mótið.

Setjið lokið á og inn í ofn á 100 gráðu hita í 1,5 klst.

Setjið kjöthitamæli í bringuna.

Ausið regulega smjöri yfir bring­una og takið lokið af síðustu 15 mín­út­urn­ar.

Mæl­ir­inn á að sýna 68°C – og fara upp í 71 gráður eftir að hún er tekin út. Þá er bring­an til­bú­in, ef ekki þá þarf hún að vera leng­ur í ofn­in­um. Gott er að leyfa bring­unni að hangsa (hvíla) á borði í um 15 mín. til að hún haldi bet­ur saf­an­um.

Ath! ef bring­an verður þurr má redda því með að bræða smjör og setja smá kalk­únakrydd og kannski 1 msk. af app­el­sínusafa í pott og dreypa yfir kjötið áður en það er borið fram.

Sjá hér hvernig elda á heilan kalkún og skera 

Sjá hér hvernig Læknirinn í eldhúsinu Souse- vide eldar kalkúnabringu 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa