fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Matur

Gómsætar súkkulaðibitakökur með Omnom súkkulaði sem enginn stenst

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 23. desember 2021 23:05

Súkkulaðiunnendur njóta hvers bita af þessum gómsætu súkkulaðibitakökum sem koma með bragðið af jólunum./Ljósmyndir SÞ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í jólunum er vinsælt að leyfa sér að borða mikið af góðu súkkulaði og súkkulaðibitakökur sem bráðna í munni eru í uppáhaldi hjá mörgum. Hér er um við komin með uppskrift af ómótstæðilega gómsætum súkkulaðibitakökum sem enginn súkkulaði unnandi stenst. Því meira súkkulaði sem er í uppskriftinni því betri verða þær.

Galdurinn bak við þessa uppskrift er súkkulaði sjálft en í súkkulaðibitakökunum er það Omnom súkkulaðið sem gefur bragðið. Tvenns konar Omnom súkkulaði er í uppskriftinni, annars vegar dökkt súkkulaði með þurrkuðum hindberjum og stökkum kakónibbum og hins vegar Omnom lakkrís- og hindberjasúkkulaði. Svo er töfrum líkast að rífa niður súkkulaðiplötu með rifjárnið yfir kökurnar þegar þær eru teknar heitar úr ofninum.

Súkkulaðibitakökur með Omnom súkkulaði

2/3 bolli smjörlíki/smjör eða Brisco feiti

½ bolli sykur

½ bollli púðursykur

1 tsk. vanilludropar

1 stk. egg

Byrjið á því að hita bakarofninn í 180°C með blæstri.

Setjið eftirfarandi hráefni saman í hrærivélaskál og hrærið saman.

1 ½ bolli hveiti

1 tsk. sódaduft

½ tsk. salt

Bætið síðan við í skálina og hrærið vel saman.

½ bolli saxaðar heslihnetur eða heslihnetuflögur

1 ¼ – 2 bollar saxað Omnom súkkulaði, dökkt súkkulaði með þurrkuðum hindberjum og stökkum kakónibbum og Omnom lakkrís og hindberjasúkkulaði (má vera meira).

Að lokum er söxðu hnetunum og súkkulaði bætt saman við. Þegar deigið er tilbúið er deig sett á bökunarplötu, einni teskeið af deigi í einu. Bakið í um það bil 10 mínútur við 180°C hita með ofninn á blæstri. Þegar kökurnar eru teknar út úr ofninum er ráð að rífa niður með rifjárni súkkulaðiplötu af dökka Omnom súkkulaðinu með þurrkuðu hinberjunum og stökku kakónibbunum.

Það er í góðu lagi að setja ríflega af súkkulaðinu í deigið, það gerir kökurnar enn betri. Svo er bara að njóta súkkulaðisins í hverjum bita og jafnvel fá sér eitt súkkulaði með.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Gómsætar villibráðarkræsingar fyrir áramótahelgina að hætti landsliðskokksins

Gómsætar villibráðarkræsingar fyrir áramótahelgina að hætti landsliðskokksins
Matur
Fyrir 3 vikum

Sjöfn heimsækir Berglindi í sjóhúsið og Hákon á hótelið

Sjöfn heimsækir Berglindi í sjóhúsið og Hákon á hótelið
Matur
Fyrir 3 vikum

Tæplega helmingur Íslendinga borðar hamborgarhrygg í kvöld

Tæplega helmingur Íslendinga borðar hamborgarhrygg í kvöld
Matur
Fyrir 3 vikum

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur
Matur
08.12.2021

Ein vinsælasta jólagjöfin hjá fyrirtækjum til starfsmanna

Ein vinsælasta jólagjöfin hjá fyrirtækjum til starfsmanna
Matur
07.12.2021

Svona fægir þú silfrið fyrir jólin – heimagerður og umhverfisvænn fægilögur

Svona fægir þú silfrið fyrir jólin – heimagerður og umhverfisvænn fægilögur