fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Matur

Tides Café hefur opnað á The Reykjavík EDITION

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 17:26

Hótelið er hið glæsilegasta á besta stað við höfnina í hjartaborgarinnar. Þar er einnig stórglæsilegur veitingastaður og kaffihúsið kærkomin viðbót við matar- og menningarflóruna./Ljósmyndir aðsendar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hefur TIDES CAFÉ Á The Reykjavíkk EDITION opnað og eru það gleðifréttir fyrir morgunhana þar sem þeir geta mætt klukkan 6.00 að morgni til að njóta ljúffengra veitinga og drykkja í fallegu umhverfi. Þar er hægt að fá sér kaffi og með því en nýja hótelið er staðsett við höfnina í hjarta miðborgarinnar. Margir hafa beðið spenntir eftir opnun þessa demants, The Reykjavík EDITION sem er stórglæsilegt hótel og er kærkomin viðbót við matar- og menningarflóruna sem og hótelflóruna. Á hótelinu er einnig glæsilegur veitingastaður þar lögð er áhersla á framúrskarandi þjónustu og mat.

Tides Café er bæði kaffihús og bakarí og er fullkomið fyrir fólk sem er snemma á ferðinni, „early birds“ eða morgunhana. Það er staðsett á jarðhæð hótelsins með sérinngangi við hliðina á hótelinnganginum. TIDES CAFÉ býður upp á heimabakað góðgæti og ljúffenga kaffidrykki til taka með eða njóta á staðnum. Kaffihúsið fullkomið fyrir léttan og hollan hádegismat sem gleður bragðlaukana eins avókadó samlokan eða samlokan með reyktum lax sem er ávallt í boði í sérstökum kæli ásamt góðu úrvali af drykkjum.

Kaffi­húsið er opið frá 6:00 til 17:00 en lokað á sunnu­dög­um og mánu­dög­um.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Helgarkokteillinn í aðdraganda aðventunnar steinliggur

Helgarkokteillinn í aðdraganda aðventunnar steinliggur
Matur
Fyrir 2 vikum

Vegan laufabrauðin rjúka út fyrir jólin

Vegan laufabrauðin rjúka út fyrir jólin
Matur
Fyrir 3 vikum

We took them in the bakarí tók gullið á alþjóðlegri bjórhátíð

We took them in the bakarí tók gullið á alþjóðlegri bjórhátíð
Matur
Fyrir 3 vikum

Hin fullkomna tvenna – stökkar sætkartöflufranskar og chilli majó

Hin fullkomna tvenna – stökkar sætkartöflufranskar og chilli majó
Matur
03.07.2021

Þetta eru tíu bestu veitingastaðirnir í Reykjavík samkvæmt notendum Tripadvisor

Þetta eru tíu bestu veitingastaðirnir í Reykjavík samkvæmt notendum Tripadvisor
Matur
01.07.2021

Forstjóri grípur til varna á Matartips eftir að hraunað er yfir fyrirtækið hans – „Svona gerir Krónan ekki“

Forstjóri grípur til varna á Matartips eftir að hraunað er yfir fyrirtækið hans – „Svona gerir Krónan ekki“