fbpx
Laugardagur 24.september 2022
Matur

Ljúffengur og ofureinfaldur sveppapastaréttur með spínatfylltu ravíoli

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 12. nóvember 2021 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver man ekki eftir Tik Tok pastanu sem fór eins og eldur um sinu um allt netið ? Hér notar María Gomez lífsstíls- og matarbloggari sem heldur úti bloggsíðunni www.paz.is sömu hugmyndafræði en allt önnur hráefni. „Útkoman er hreint út sagt stórkostleg og svo er ofureinfalt að elda þenna rétt,“segir María og bætir við það sé ekki hægt að gera einfaldari rétt. Hér er á ferðinni bragðmikill pastaréttur þar sem hráefnin skína í gegn. Öllu er hent saman í eldfast mót inn í ofn og svo soðið ferskt pasterella pasta sett yfir.

„Sveppir, hvítlaukur, rjómi og ostur, er eitthvað sem getur ekki klikkað. Heimilið fyllist af dásamlegum ilmi hvítlauks og sveppa og það er eins og bragðið af hráefninu fái meiri dýpt við að vera bakað svona í ofni,“segir María og deilir hér með okkur þessari dásamlegu uppskriftin sem enginn sveppaaðdáandi verður svikinn af.

Sveppapastaréttur með spínatfylltu ravílo

250 g sveppir

4 hvítlauksrif

3,5-4 dl matreiðslurjómi

1 stk. kryddostur með villisveppum

salt og pipar eftir smekk

1 pakki eða 250 g  spínatfyllt ravíoli frá Pasterella (fæst í Bónus)

Ferskt timian (má sleppa)

  1. Byrjið á að skera sveppi niður í þunnar sneiðar og setja í eldfast mót ásamt heilum flysjuðum hvítlauksrifjunum.
  2. Setjið svo kryddostinn fyrir miðju og saltið allt vel og piprið..
  3. Hellið svo rjómanum yfir allt og bakið í 220 °C heitum ofni með blæstri í heilar 30 mínútur.
  4. Sjóðið pastað skv. leiðbeininum á pakka, þegar eins og um10 mínútur eru eftir af fatinu í ofninum.
  5. Takið svo fatið út og kremjið ostinn og hvítlaukinn með kartöflustappara eða gaffli og hrærið vel saman.
  6. Hellið svo vatninu af pastanu og setjið pastað út á eldfasta mótið og hrærið öllu vel saman.
  7. Mér finnst mjög gott að setja ferskt timian síðan yfir og bera fram með hvítlauskbrauði og parmesan osti.

Ljósmyndir/María Gomez.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

HelgarmatseðillMatur
Fyrir 3 vikum

Glænýr og heitur helgarmatseðilll í boði þáttarins Matur og heimili

Glænýr og heitur helgarmatseðilll í boði þáttarins Matur og heimili
Matur
Fyrir 3 vikum

Amerískar súkkulaðibitakökur með mjúkri miðju sem þú átt eftir að elska

Amerískar súkkulaðibitakökur með mjúkri miðju sem þú átt eftir að elska
Matur
23.08.2022

Svívirðilega gott mið-austurlenskt sælgæti sem þú verður að prófa

Svívirðilega gott mið-austurlenskt sælgæti sem þú verður að prófa
Matur
21.08.2022

Hinn fullkomni sunnudagskvöldverður – Steik og sætkartöflusalat

Hinn fullkomni sunnudagskvöldverður – Steik og sætkartöflusalat
Matur
08.08.2022

Efna til frumlegustu og flottustu brauðtertukeppni sem sést hefur – Eldgosa þema

Efna til frumlegustu og flottustu brauðtertukeppni sem sést hefur – Eldgosa þema
Matur
06.08.2022

Fullkominn bleikur Cosmopolitan fyrir laugardagsgleðina

Fullkominn bleikur Cosmopolitan fyrir laugardagsgleðina
Matur
22.07.2022

Skúbb og Friðheimar í samstarf – bjóða upp á ævintýralega sorbet ísrétta upplifun

Skúbb og Friðheimar í samstarf – bjóða upp á ævintýralega sorbet ísrétta upplifun
Matur
21.07.2022

Þessa sumarlegu og gómsætu skyrtertu verður þú að prófa

Þessa sumarlegu og gómsætu skyrtertu verður þú að prófa