fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Páskaleg kjúklingabaka sem slær í gegn í saumaklúbbum

Una í eldhúsinu
Föstudaginn 2. apríl 2021 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er tilvalið að bjóða þínum nánustu í páskabröns og njóta þess að eiga góð stund saman. Ekki er verra að grípa í spil, fela marglit páskaegg í garðinum eða búa til heimagert bingó eftir matinn.

Klikkuð kjúklingabaka

4 egg
2 msk. rjómi
Salt og pipar
1 tsk. paprikukrydd
200 g kjúklingur, eldaður og rifinn niður (ég var með heilan kjúkling í matinn kvöldið áður og notaði afganginn af honum)
½ camembert ostur
100 g spínat
½ rauð paprika
150 g sveppir
10 kirsuberjatómatar
1 hvítlauksrif
Smá smjör til steikingar

Aðferð:

Byrjið á að skera niður spínat, sveppi, tómata, papriku og raspa niður hvítlauksrif.

Steikið grænmetið á pönnu upp úr smá smjöri og saltið og piprið að vild.

Setjið kjúklinginn saman við blönduna og hellið öllu í eldfast form, mér fannst betra að setja bökunarpappír í botninn og bar ég bökuna fram á honum.

Hrærið eggin og rjómann saman í skál og hellið yfir kjúklinginn og grænmetið í forminu.

Skerið camembert ostinn niður og leggið ofan á blönduna, stráið paprikukryddi yfir og bakið í ofni við 180 gráður í um 30 mínútur.

Takið bökuna út úr ofninum og leyfið henni aðeins að jafna sig áður en bökunarpappírnum er lyft upp úr forminu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa