fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Matur

Aðeins tvö hráefni – Þessi Nutella-kaka slær öll met

DV Matur
Miðvikudaginn 25. mars 2020 15:21

Dásamleg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á bloggsíðunni The Petite Cook er að finna uppskrift að köku sem passar stórkostlega vel þegar að þröngt er í búi og lítið um valkosti í búrinu. Við erum að tala um æðislega Nutella-köku og það besta við hana er að það þarf aðeins tvö hráefni til að búa hana til. Gerist ekki einfaldara.

Nutella-kaka

Hráefni:

5 meðalstór egg
250 g Nutella

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og smyrjið meðalstórt kökuform. Setjið egg í hrærivél og þeytið í um 5 til 6 mínútur, eða þar til eggin eru létt og ljós og búin að þrefaldast í umfangi. Setjið Nutella í skál sem þolir örbylgjuofn og hitið í um þrjátíu sekúndur. Blandið 1/3 af eggjunum saman við Nutella og hellið síðan þeirri blöndu varlega saman við restina af eggjunum á meðan þið hrærið létt. Hellið í formið og bakið í 20 til 25 mínútur. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en hún er borin fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
14.06.2020

New York ostakaka Guðmundar Franklíns

New York ostakaka Guðmundar Franklíns
Matur
14.06.2020

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“
Matur
07.06.2020

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi
Matur
06.06.2020

Íslendingar óðir í brasilísk ber

Íslendingar óðir í brasilísk ber