fbpx
Föstudagur 01.mars 2024
Matur

Hetjan í búrinu – Þetta verður þú að eiga í sóttkví

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 14. mars 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðursoðnir tómatar í dós eru afar ódýrt hráefni en möguleikarnir með þetta einfalda hráefni í eldamennsku eru óendanlega margir. Hægt er að nota tómatana í alls kyns súpur, sósur og ljúffenga rétti, en hér er aðeins brotabrot af þeim uppskriftum sem tómatar í dós gera enn þá betri. Það er því um að gera að eiga alltaf þessa hetju í búrinu því dósamatur geymist heillengi.

Yljar Það er fátt betra á köldu kvöldi en heit tómatsúpa.

Tómatsúpa

Hráefni:

2 msk. ólífuolía
1 laukur, saxaður
½ tsk. salt
¼ tsk. pipar
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
800 g tómatar í dós
½ tsk. sykur
½ bolli kjúklinga- eða grænmetissoð
15 fersk basilíkulauf, þunnt skorin
1/3 bolli rjómi

Aðferð:

Hitið olíu í potti og steikið lauk, salt og pipar yfir meðalhita þar til laukurinn er mjúkur og gagnsær, í um 5 til 7 mínútur. Bætið hvítlauk saman við og steikið í um mínútu. Bætið tómötum, soði og basilíku saman við. Látið malla í um tuttugu mínútur. Takið af hitanum og látið kólna aðeins. Setjið blönduna síðan í matvinnsluvél og maukið eða maukið með töfrasprota. Setjið blönduna aftur í pottinn og bætið við rjóma. Hrærið og náið upp hita í súpunni yfir meðalhita. Berið strax fram með basilíku, rjóma og parmesan.

Þolinmæðin Þetta lasanja tekur sinn tíma en er vel þess virði.

Besta lasanja í heimi

Hráefni:

2 msk. ólífuolía
25 g smjör
450 g nautahakk
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, maukaðir
20 konfekttómatar, skornir í helminga
800 g tómatar í dós
100 g tómatpúrra
½–1 bolli kjúklinga- eða grænmetissoð
1½ tsk. ítölsk kryddblanda
½ tsk. múskat
1 tsk. salt
½ tsk. pipar
¼ tsk. broddkúmen
4 msk. fersk steinselja, söxuð
12 lasanjaplötur
450 g kotasæla
1 egg
300 g rifinn ostur
¾ bolli rifinn parmesanostur

Aðferð:

Hitið olíu og smjör í stórri pönnu yfir meðalháum hita. Steikið laukinn í um fimm mínútur og bætið hvítlauk saman við. Bætið konfekttómötum út í og látið malla í nokkrar mínútur. Sprengið tómatana með sleif eða spaða. Búið til pláss í miðjunni og steikið hakkið. Kryddið með ítölsku kryddi, múskati, salti, pipar og broddkúmen. Blandið vel saman og bætið tómötum í dós, púrru og soði vel saman við. Blandið 2 matskeiðum af steinselju saman við. Lækkið hitann og látið malla í einn og hálfan tíma. Hrærið reglulega í kjötsósunni. Náið upp suðu í potti með léttsöltuðu vatni og sjóðið lasanjaplöturnar í 8 til 10 mínútur. Þerrið þær á smjörpappírsörk. Blandið kotasælu, eggi, restinni af steinselju og smá salti saman í skál.

Þá er að setja réttinn saman. Hitið ofninn í 190°C. Dreifið 1½ bolla af kjötsósu í botninn á stóru eldföstu móti. Raðið 3–6 lasanjaplötum ofan á. Dreifið úr helmingnum af kotasælublöndunni ofan á og síðan 1/3 af rifna ostinum. Hellið 1½ bolla af kjötsósunni ofan á og stráið ¼ bolla af parmesanosti ofan á. Endurtakið og toppið síðan með restinni af ostinum og parmesanosti. Hyljið með álpappír og bakið í 25 mínútur. Takið álpappírinn af og bakið í aðrar 25 mínútur.

Flýtileiðin Tikka Masala þarf ekki að taka allan daginn.

Tikka Masala á hálftíma

Hráefni:

1 msk. kókosolía
1 meðalstór laukur, saxaður
1 stór hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 msk. garam masala-krydd
1 tsk. þurrkaður kóríander
1 tsk. broddkúmen
1 tsk. þurrkað engifer
450 g kjúklingur, skorinn í bita
1 dós kókosmjólk
1 msk. tómatpúrra
1 dós maukaðir tómatar
1 bolli frosnar baunir
kóríander
læmsafi
salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Bræðið kókosolíu í stórri pönnu. Steikið laukinn yfir meðalhita í um 3 mínútur. Bætið hvítlauk saman við og snöggsteikið í 30 sekúndur. Ýtið lauk og hvítlauk í einn enda pönnunnar og setjið óeldaða kjúklinginn í miðjuna. Eldið í 4 til 5 mínútur á einni hlið, snúið og eldið í 4 til 5 mínútur til viðbótar. Bætið kryddi og salti saman við og hrærið öllu vel saman. Eldið í um 1 mínútu. Bætið síðan kókosmjólk, tómötum og tómatpúrru saman við og hrærið. Náið upp suðu, lækkið hitann og látið malla í 10 mínútur. Hrærið baunum saman við og látið malla í 1 til 2 mínútur til viðbótar. Saltið og piprið eftir þörfum og berið fram með kóríander og læmsafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
28.10.2023

Mango Chutney kjúklingur

Mango Chutney kjúklingur
Matur
27.10.2023

Ítölsk tortellini tómatsúpa

Ítölsk tortellini tómatsúpa
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa
Matur
14.10.2023

Flatbrauð undir áhrifum miðjarðarhafsins

Flatbrauð undir áhrifum miðjarðarhafsins
Matur
13.10.2023

Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa

Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa
Matur
11.10.2023
Sítrónupasta