fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Hægeldað páskalamb sem svíkur engan – Sjáið uppskriftina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 20. apríl 2019 15:30

Dásamlegt lamb.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fundum þessa dásamlegu uppskrift á vefnum lambakjot.is og bara urðum að leyfa fleirum að njóta þessarar dýrðar.

Hægeldað lambalæri í smjöri með hvítlauk, kryddjurtum og kryddjurta-béarnaise sósu

Hráefni:

1 lambalæri, helst án lykilbeins
500 g smjör
6 tímíangreinar
6 rósmaríngreinar
5 hvítlauksgeirar, gróft saxaðir
1½ tsk. nýmalaður pipar
1 stór poki með rennilás (zip lock)
2 tsk. salt

Aðferð:

Setjið allt nema salt í pokann og lokið vel fyrir. Leggið pokann í steikingarpott og hellið volgu vatni yfir þannig að fljóti yfir lærið. Setjið lokið á og bakið í 67°C heitum ofni í 18 klst. Sigtið þá vökvann úr pokanum í pott. Hitið ofninn í 190°C. Setjið lærið í ofnskúffu og saltið. Bakið lærið í 10-15 mín. eða þar til það er fallega brúnað. Berið fram með kryddjurta-béarnaisesósunni og t.d. bökuðu grænmeti og kartöflum.

Kryddjurta béarnaisesósa:

5 eggjarauður
smjörið úr pokanum
1-2 msk. béarnaise-essense
salt
nýmalaður pipar

Aðferð:

Hitið smjörið í 60°C. Setjið eggja-rauður í stálskál og þeytið yfir volgu vatnsbaði í 4-6 mín. eða þar til rauðurnar eru orðnar ljósar og loftmiklar. Hellið þá smjörinu í mjórri bunu í skálina og þeytið vel í á meðan. Bragðbætið með Béarnaise-essense, salti og pipar.

Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson. Mynd: Kristinn Magnússon

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum