fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Matur

Berglind býður upp á óvenjulega en ómótstæðilega pítsu: „Þið bara verðið að prófa þessa samsetningu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 8. mars 2019 14:00

Berglind veit hvað hún syngur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Hreiðarsdóttir heldur úti matarblogginu Gotterí og gersemar og deilir með lesendum dásamlegri döðlupítsu fyrir helgina.

„Eftir að ég smakkaði pizzu með döðlum í fyrsta skipti var ekki aftur snúið! Það sem þær fara vel með rjómaosti, pepperoni og rauðlauk, þið bara verðið að prófa þessa samsetningu. Líka þið sem eruð ekkert sérstaklega mikið fyrir döðlur almennt, það bara er eitthvað sem gerist þarna sem verður að smakka.“

Döðlupizza

Þessi uppskrift dugar í sex til sjö 12“ pizzur sem henta vel fyrir tvær fjölskyldur eða fyrir eina mjög svanga sem vill eiga smá afgang daginn eftir.

Botnar – Hráefni:

1050 g hveiti
1½ pk þurrger (11,8 g pokarnir)
3 tsk. salt
600 ml volgt vatn
5 msk. ólífuolía

Aðferð:

Blandið öllum þurrefnunum saman í hrærivélarskálina. Notið krókinn til að hnoða og hellið vatninu og matarolíunni saman við, hrærið svolitla stund. Deigið hringast upp á krókinn og þá er það tekið úr skálinni og hnoðað stutta stund í höndunum. Sett í stóra skál sem búið er að pensla með matarolíu og plast sett yfir. Leyft að hefast í eina klukkustund og þá er því skipt niður í 6-7 minni hluta. Auðvitað má líka gera ofnskúffustærð en þá dugar þetta deig í 4-5 slíkar pizzur.

Þessi pítsa er dásamleg.

Álegg:

pizzasósa
rifinn ostur
Til hamingju saxaðar döðlur
1 stk. rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
rjómaostur eftir smekk
2-3 pk pepperoni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði