fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Matur

Vikumatseðill fyrir ketó-geggjara

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 23:00

Lágkolvetna matseðill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ketó-mataræðið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir og því er matseðill vikunnar fyrir þá sem forðast kolvetni í sínu lífi.

Mánudagur – Taílenskur fiskur

Uppskrift af Diet Doctor

Hráefni:

30 g smjör eða olía
700 g hvítur fiskur í bitum
salt og pipar
4 msk. smjör eða sýrt smjör
2 msk. rautt eða grænt „curry paste“
400 g kókosrjómi
1/2 bolli ferskt kóríander, saxað
425 blómkál eða brokkolí

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Smyrjið meðalstórt eldfast mót með 30 grömmum af smjöri eða olíu. Raðið fisknum í botninn, saltið og piprið og dreifið úr 4 matskeiðum af smjöri ofan á fiskinn. Blandið „curry paste“, kókosrjóma og kóríander vel saman í skál og hellið yfir fiskinn. Bakið í 20 mínútur. Skerið blómkál eða brokkolí smátt og sjóðið í saltvatni. Berið fram með fiskinum.

heimkaup

Taílenskur fiskur.

Þriðjudagur – Grískur kjúklingur með ólífum og feta osti

Uppskrift af Diet Doctor

Hráefni:

700 g kjúklingur án beina
30 g smjör
90 g pestó (rautt eða grænt)
1 1/4 bolli rjómi
90 g ólífur
140 g feta ostur í teningum
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
salt og pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Skerið kjúklinginn í bita og saltið og piprið. Bræðið smjörið yfir meðalhita í stórri pönnu og steikið kjúklinginn. Blandið pestói og rjóma saman í skál. Setjið eldaðan kjúklinginn í eldfast mót ásamt ólíum, feta osti og hvítlauk. Hellið pestósósunni yfir. Bakið í 20 til 30 mínútur og berið fram.

Grískur kjúklingur.

Miðvikudagur – Ketó kjötbollur

Uppskrift af Cast Iron Keto

Hráefni:

450 g kjúklingahakk
1 paprika, smátt söxuð
1 jalapeño pipar, smátt saxaður
1/2 laukur, smátt saxaður
handfylli kóríander, saxað
1 msk. taco krydd
safi úr 1/2 súraldin
1 bolli rifinn ostur að eigin vali
3 msk. olía
salsa sósa, rifinn ostur, sýrður rjómi, jalapeño pipar og kóríander til að bera fram með

Aðferð:

Stillið ofninn á grillstillingu. Blandið hakki, grænmeti, kryddi, súraldinsafa og rifnum osti vel saman í skál. Hitið olíuna yfir meðalhita í stórri pönnu. Búið til bollur úr hakkblöndunni og steikið í 2 til 3 mínútur á hvorri hlið. Hellið salsa eða pasta sósu í pönnuna og drissið rifnum osti yfir. Setjið inn í ofn í 3 til 5 mínútur. Skreytið með sýrðum rjóma, kóríander og jalapeño.

Ketó kjötbollur.

Fimmtudagur – Ketó baka

Uppskrift af Low Carb Maven

Hráefni:

150 g beikon, eldað og saxað
450 g spínat
6 stór egg
55 g laukur, skorinn þunnt
3/4 bolli rjómi
225 g rifinn ostur að eigin vali
3/4 tsk. salt
1/4 tsk. pipar
smá múskat
1 tsk. sítrónubörkur (má sleppa)

Aðferð:

Smyrjið kökuform eða eldfast mót og stillið ofninn á 175°C. Setjið öll hráefnin í skál og blandið vel saman. Hellið í formið og dreifið úr blöndunni. Bakið í 40 mínútur og berið strax fram.

Ketó baka.

Föstudagur – Ketó súpa

Uppskrift af Cooking LSL

Hráefni:

2 msk. ólífuolía eða smjör
1/4 bolli laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1/2 tsk. salt
1/8 tsk. pipar
1 tsk. pestó (má sleppa)
1/2 tsk. þurrkað oreganó
1 tsk. þurrkað basil
1 msk. tómatpúrra (má sleppa)
2 dósir maukaðir tómatar
1 tsk. erythritol (má sleppa)
3 bollar vatn
1/2 bolli rjómi
2/3 bolli feta ostur í teningum

Aðferð:

Hitið olíu eða smjör í stórum potti yfir meðalhita. Bætið lauk út í og steikið í 2 mínútur. Bætið hvítlauk út í og steikið í 1 mínútu til viðbótar. Bætið tómötum, salti, pipar, pestó, oreganó, basil, púrru og vatni vel saman við og náið upp suðu. Bætið sætu við. Látið malla í 20 mínútur. Maukið súpuna með töfrasprota og bætið rjóma og feta osti saman við. Eldið í 1 mínútu til viðbótar. Smakkið til og berið fram.

Ketó súpa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Dýrindis helgarmatseðill af betri gerðinni sem steinliggur

Dýrindis helgarmatseðill af betri gerðinni sem steinliggur
Matur
Fyrir 2 vikum

Sjáið matseðilinn á Hnoss á HönnunarMars

Sjáið matseðilinn á Hnoss á HönnunarMars
Matur
Fyrir 3 vikum

Hver verður kokkur ársins 2022?

Hver verður kokkur ársins 2022?
Matur
Fyrir 3 vikum

Helgarmatseðillinn með sumarlegu ívafi

Helgarmatseðillinn með sumarlegu ívafi
Matur
19.04.2022

Langbesta túnfisksalatið í dag

Langbesta túnfisksalatið í dag
Matur
16.04.2022

Seiðandi saltimbocca að hætti Ítala sem rífur í

Seiðandi saltimbocca að hætti Ítala sem rífur í
FréttirHelgarmatseðillMatur
08.04.2022

Dýrðlegur helgarmatseðill í boði Sollu og Hildar

Dýrðlegur helgarmatseðill í boði Sollu og Hildar
Matur
08.04.2022

Náttúruleg leið til að hreinsa örbylgjuofninn

Náttúruleg leið til að hreinsa örbylgjuofninn