Miðvikudagur 22.janúar 2020
Matur

Epískar Mars smákökur með leynihráefni

DV Matur
Mánudaginn 2. desember 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er aðventan loksins hafin og margir sem byrjaðir eru að baka jólasmákökurnar. Hér eru dásamlegar dúllur á ferð sem eru stútfullar af Mars-i og innihalda leynihráefni, sem er búðingsduft en það gerir kökurnar dúnmjúkar og ómótstæðilegar.

Epískar Mars-smákökur

Hráefni:

155 g mjúkt smjör
½ bolli púðursykur
¼ bolli sykur
1 pakki Royal-vanillubúðingur
¼ tsk. vanilludropar
1 egg
1 ½ bolli hveiti
½ tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
¼ tsk. sjávarsalt
2–3 Mars-súkkulaði (grófsaxað)

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötur. Blandið smjöri, púðursykri og sykri mjög vel saman. Bætið því næst vanillubúðingnum saman við. Bætið vanilludropum og eggi vel saman við. Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti vel saman í annarri skál og bætið því næst út í smjörblönduna. Blandið Mars-bitum varlega saman við með sleif eða sleikju. Raðið kökunum á plöturnar og bakið í 10-12 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Nokkur hráefni og kvöldmaturinn klár – Þið trúið því ekki hvað þetta er einfalt

Nokkur hráefni og kvöldmaturinn klár – Þið trúið því ekki hvað þetta er einfalt
Matur
Fyrir 1 viku

Allt sem Gwyneth Paltrow borðar á einum degi

Allt sem Gwyneth Paltrow borðar á einum degi
Matur
Fyrir 1 viku

Missti 63 kíló á „leti-ketó“ – „Ég er ekki að nota einhver gröf eða reiknivélar“

Missti 63 kíló á „leti-ketó“ – „Ég er ekki að nota einhver gröf eða reiknivélar“
Matur
Fyrir 1 viku

Aðdáendur í áfalli yfir innihaldi ísskáps Kim Kardashian – Sjáðu hvað er raunverulega í eldhúsinu hennar

Aðdáendur í áfalli yfir innihaldi ísskáps Kim Kardashian – Sjáðu hvað er raunverulega í eldhúsinu hennar
Matur
21.12.2019

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur
Matur
20.12.2019

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?