fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Matur

Jólasmákökur sem fólk á ketó dýrkar – Súpereinföld uppskrift

Ketóhornið
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þá er maður byrjaður að baka fyrir jólin og að sjálfsögðu er það sykulaust. Þessi uppskrift er súpereinföld og gaman að gera saman. Verst hvað deigið er gott eitt og sér.

Þessi uppskrift kemur frá mömmu og hún var vön að baka þessar hver jól. Hún sá uppskriftina upphaflega í Allt for damerne fyrir 50 árum eða meira. Þær eru víst ekki alveg eins og þessar íslensku en við vorum alltaf vitlaus í þær.

Spesíur

Hráefni:

225 g möndlumjöl
100 g smjör
50–75 g. fínmöluð sæta
sykurlausir súkkulaðimolar

Aðferð:

Hita ofninn á 200°C og setja smjörpappír á ofnplötur. Hnoða allt saman nema súkkulaðið og rúlla upp í stangir. Gott að geyma stangirnar í ísskáp í nokkra stund áður en þær eru skornar í skífur.

Kökunum raðað á bökunarplötu og skreyttar með litlum, sykurlausum súkkulaðimola. Ég notaði girni til að skera til að kökurnar missi ekki lögun og haldist hringlaga að mestu.

Baka í 8-10 mínútur en fylgjast vel með þeim þar sem ofnar eru misjafnir. Þær eru tilbúnar þegar örlítill gylltur blær hefur fallið á þær.

Endilega fylgið mér á Instagram þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna