fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Matur

Fullkominn sjónvarpsmatur fyrir fólk á ketó: „Þessir bráðna í munni“

Ketóhornið
Þriðjudaginn 15. október 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir leikinn í gær fæddist þessi dásemd en vængir eru ekta „gameday“ snarl. Fyrir utan að vera ódýrt hráefni þá renna vængir ljúflega niður yfir leiknum og passa vel á stofuborðið.

Þessir bráðna í munni og sósuna má líka blanda með ediki og olíu til að gera salatdressingu.

Kjúklingavængir með sinnepssósu

Sirka kíló af kjúklingavængjum

Kryddblanda – Hráefni:

2 tsk. gullin sæta
2 tsk. chili duft
1 1/2 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. laukduft
1 tsk. paprikukrydd
1/2 tsk. broddkúmen
1/2 tsk. svartur pipar
2 tsk. salt
1/4 tsk. cayenne pipar

Sósa – Hráefni:

1/2 bolli mæjónes
1/3 bolli „yellow mustard“
1/4 bolli „honey fiber“ síróp

Aðferð:

Skera kjúklingavængina í bita. Hita ofninn í 200°C. Hrista vængi og kryddblöndu saman í skál. Raða á stóran disk eða plötu. Grilla í 45 til 50 mínútur og snúa í hálfleik. Blanda öllum hráefnum saman í sósuna og bera fram fyrir framan sjónvarpið.

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna