fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Matur

Heimagert falafel sem steinliggur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 11:00

Falafel er gómsætur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur Veganúar yfir og því tilvalið að leika sér með rétti sem innihalda ekki dýraafurðir. Gott dæmi er falafel, réttur sem á líklega upptök sín í Egyptalandi. Hægt er að bera falafel fram með ýmsu, hvort sem það er góð sósa, brauð, grænmeti eða hrísgrjón.

Heimagert falafel

Hráefni:

425 g kjúklingabaunir, án safa
4 hvítlauksgeirar, grófsaxaðir
1 skalottlaukur, grófsaxaður
2 msk. fersk steinselja, grófsöxuð
1 tsk. þurrkað kúmen
1 tsk. þurrkaður kóríander
2 msk. hveiti
salt og pipar
grænmetisolía til að steikja

Aðferð:

Blandið kjúklingabaunum, hvítlauk, lauk, steinselju, kúmen, kóríander og hveiti saman í matvinnsluvél. Saltið og piprið. Blandið þar til blandan minnir á þykkt deig. Mótið kúlur úr deiginu. Hitið olíu, nóg til að hylja kúlurnar, í potti. Olían þarf að vera sjóðandi heit. Steikið kúlurnar þar til þær eru gullinbrúnar og flytjið þær síðan yfir á pappírsþurrku til að þerra olíuna. Saltið samstundis og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“