fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
Matur

Ástaróður Höllu til káls: „Þvílík fegurð“ – Uppskrift

Ketóhornið
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 12:30

Uppskrift að kjötsúpu sem iljar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef aldrei borðað eins mikið kál eins og eftir að ég varð ketó. Ég er eiginlega ástfangin af káli; grænkáli, hvítkáli, rauðkáli, blómkáli. Ég er að verða algjör kálhaus.

Þannig að það var ást við fyrstu sýn þegar að ég sá blöðrukálshaus í búð um daignn. Þvílík fegurð. En það verður að viðurkennast að ég vissi ekki í fyrstu hvað þetta kál héti, en blöðrukál var það heillin.

Blöðrukál.

Blöðrukálið kom með mér heim og ég ákvað að skella í súpu. Hvað annað á köldum, dimmum vetrardegi? Og ítölsk varð hún, sem iljar enn betur og ilmurinn af henni færði mér ljóslifandi minningar af Ítalíuferð fjölskyldunnar.

Ítölsk kjötsúpa

Hráefni:

3-400 g kjöt (má vera afgangs lambalæri eða súpukjöt)
1 laukur
¼-½ haus hvítkál
¼-½ haus blöðrukál
6 sveppir
2 stönglar sellerí
2–3 hvítlauksgeirar
ítalskt krydd
salt og pipar
2 teningar nautakraftur
2 l vatn
2 stönglar grænlaukur (skraut)
fersk blaðsteinselja (skraut)
1–2 msk. ólífuolía
50 g smjör

Aðferð:

Hráefnin.

Setjið ólífuolíu í pott á meðalhita. Smjörinu bætt út í og brætt. Öllu grænmetinu nema blöðrukálinu skellt út í og mýkt í smjörinu og ólífuolíunni. Kryddað með salti, pipar og ítölsku kryddi. Kjötið, kraftur og vatni bætt út í og látið malla í klukkutíma. Blöðrukálið fer út í síðustu 15 til 20 mínúturnar sov það tapi ekki fallega græna litnum. Bera fram með grænlauk, blaðsteinselju og einhverri hot sauce til hliðar til að fá hita í kroppinn. Látum ekki kuldabola bíta okkur. Væri samt fínt að vera á Ítalíu núna.

Kjötsúpan.

Að lokum langar mig að leiðrétta misskilning, en fólk virðist vera að misskilja ketó-mataræðið. Við sem erum ketó borðum svo sannarlega kolvetni, annars gætum við ekki lifað. En við veljum okkar kolvetni vel og veljum aðeins góðu grænu. Hér fyrir neðan eru nokkrar skýringarmyndir sem útskýra ketó betur.

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat þar sem ég verð mjög virk á nýju ári. Ég er með leik á Instagram þessa dagana – endilega takið þátt!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 5 dögum

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur
Matur
Fyrir 5 dögum

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?
Matur
Fyrir 6 dögum

Bestu Rice Krispies kökur í heimi – Uppskrift

Bestu Rice Krispies kökur í heimi – Uppskrift
Matur
Fyrir 6 dögum

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s
Matur
Fyrir 1 viku

Sniðugar leiðir til að nota ísmolaform

Sniðugar leiðir til að nota ísmolaform
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er grænmetið sem inniheldur fæst kolvetni

Þetta er grænmetið sem inniheldur fæst kolvetni