fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Matur

Kjúklingaspjót í óviðjafnanlegri marineringu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 17:30

Litríkt og bragðgott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi réttur er ansi sumarlegur, enda tilvalinn á grillið, en um er að gera að gæða sér á honum þegar frostið nístir inn að beini. Kemur manni alltaf í gott skap.

Kjúklingaspjót

Kjúklingur – Hráefni:

safi úr 1 sítrónu
2 msk. ólífuolía
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. þurrkað oreganó
1 tsk. þurrkað timjan
½ tsk. þurrkað rósmarín
chili flögur
¼ tsk. salt
450 g kjúklingabringur, skornar í bita

Önnur hráefni:

1 rauðlaukur, skorinn í bita
2 paprikur, skornar í bita
1 bolli sveppir
1 bolli kirsuberjatómatar
½ bolli ólífur
1 msk. ólífuolía
fersk, söxuð steinselja

Tilvalið að bera fram með hrísgrjónum.

Aðferð:

Blandið öllu saman í marineringuna og marinerið kjúklinginn í ísskáp í að minnsta kosti 4 klukkustundir. Hitið ofninn í 230°C. Setjið grænmeti og ólífur í stóra skál og drissið ólífuolíu yfir það. Hrærið vel saman. Þræðið kjúkling og grænmeti á spjót og raðið á ofnplötu eða -grind. Bakið í 15 til 20 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Takið úr ofninum og skreytið með steinselju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna