Laugardagur 22.febrúar 2020
Matur

Dásamlegur ketó-plokkfiskur: Silkimjúkur í sparifötunum

Ketóhornið
Laugardaginn 29. desember 2018 11:30

Ljúffengur og lágkolvetna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á milli jóla og nýárs reyni ég alltaf að brydda upp á einhverjum fiskréttum og nú varð plokkfiskur fyrir valinu, enda mikill huggumatur. Þar sem ég er að ná mér eftir smávægileg veikindi þótti þetta tilvalið.

Ketó-plokkfiskur

Hráefni:

600 gr soðinn þorskur/ýsa
300 gr soðin blómkálsblóm
2–3 msk. smjör, brætt
150 gr rjómaostur
3–4 dl rjómi, eftir því hversu mikla sósu þú vilt hafa á plokkaranum
¼ tsk. xanthan gum (þetta er mikið notað í ketó rétti til að þykkja sósur ofl)
1 tsk. salt (ég nota alltaf Pink Himalayan salt sem er mjög ketó vænt)
½ tsk. svartur pipar
¼ tsk. múskat
½-1 msk. sæta
svo má líka poppa hann upp með karrý eða t.d. dijon sinnepi, allt eftir smekk
cheddar ostur, rifinn
parmesan ostur, rifinn
vorlaukur, saxaður

Aðferð:

Ofninn hitaður í 200°C. Smjör og rjómaostur bræddur í potti yfir meðalhita og rjómanum bætt út í. Látið malla aðeins og xanthan gum bætt við til að þykkja sósuna. Fiskinum fyrst bætt í sósuna, svo blómkálinu og svo ef til vill eins og hálfum lauk. Ég hef hann alltaf til hliðar svo getur fólk ráðið hversu mikinn lauk það vill í skálina með plokkfisknum. Rétturinn kryddaður, sætu bætt við og hellt í eldfast mót. Yfir þetta ríf ég cheddar ost og parmesan og krydda smá yfir ostinn með múskati eða papriku. Bakað í tuttugu mínútur og fullt af vorlauk stráð yfir áður en borið er fram.

Plokkfiskur er í miklu uppáhaldi hjá mér og þegar ég varð ketó fór ég strax að sjá eftir honum og fleira góðgæti sem ég hélt að ég yrði að kveðja. En, nei! Þessi útgáfa af plokkara lyftir honum á æðra plan. Silkimjúkur í sparifötum kalla ég hann. Njótið! Endilega fylgið mér á Instagram þar sem ég verð mjög virk á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Allt sem Kylie Jenner borðar á einum degi

Allt sem Kylie Jenner borðar á einum degi
Matur
Fyrir 2 vikum

Útlendingar prófa íslenska pylsu í fyrsta sinn: „Ekki það sem við bjuggumst við!“

Útlendingar prófa íslenska pylsu í fyrsta sinn: „Ekki það sem við bjuggumst við!“
Matur
Fyrir 3 vikum

Nýr borgari KFC fer fyrir brjóstið á kjötætum – „Af hverju eru kjötætur svona hræddar?“

Nýr borgari KFC fer fyrir brjóstið á kjötætum – „Af hverju eru kjötætur svona hræddar?“
Matur
Fyrir 3 vikum

Fisksalar sameinast og breyta febrúar í „fisk-búar“: „Það eina sem landsmenn þurfa að gera er að borða fisk“

Fisksalar sameinast og breyta febrúar í „fisk-búar“: „Það eina sem landsmenn þurfa að gera er að borða fisk“
Matur
Fyrir 3 vikum

Hann pantar á fullkominni kínversku – Veitingagestir og starfsfólk í sjokki

Hann pantar á fullkominni kínversku – Veitingagestir og starfsfólk í sjokki
Matur
Fyrir 3 vikum

Ritdómur um Vegan eldhús grænkerans: Hafsjór af upplýsingum og fróðleik

Ritdómur um Vegan eldhús grænkerans: Hafsjór af upplýsingum og fróðleik
Matur
Fyrir 4 vikum

82 ára pökkunarstjóri í fyrirtæki Tobbu

82 ára pökkunarstjóri í fyrirtæki Tobbu
Matur
Fyrir 4 vikum

Greindist með flogaveiki og léttist um 35 kíló á ketó: „Ég fékk aftur þann hluta af mér sem ég týndi“

Greindist með flogaveiki og léttist um 35 kíló á ketó: „Ég fékk aftur þann hluta af mér sem ég týndi“