fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Kirkjulistahátíð 2019  1.-10. júní

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 27. maí 2019 16:30

Hallgrímskirkja. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KIRKJULISTAHÁTÍÐ er haldin í 15. sinn í Hallgrímskirkju frá 1.–10. júní 2019. Þegar Listvinafélag Hallgrímskirkju hleypti hátíðinni af stokkunum árið 1987 var henni valinn tími í kringum hvítasunnu með það að markmiði að halda hana annað hvert ár, það ár sem Listahátíð í Reykjavík var ekki haldin. Þetta gekk eftir fyrstu árin, en þegar Listahátíð í Reykjavík var gerð að árlegum viðburði var Kirkjulistahátíð flutt á annan tíma og hefur verið á ýmsum tímum ársins síðan, um páska og í ágúst. Nú þegar Listahátíð í Reykjavík er orðin að tvíæringi á ný gafst svigrúm til að færa Kirkjulistahátíð aftur á sinn upprunalega tíma. Það er í samræmi við upphaflegt markmið hátíðarinnar, að sækja sköpunarkraft til anda hvítasunnunnar og um leið að lyfta upp merkjum þeirrar fornu kirkjuhátíðar.

 

Nýsköpun í tónlist og myndlist er stór þáttur Kirkjulistahátíðar 2019

Tvö tónverk fyrir einsöngvara, kóra og hljómsveit, óratórían Mysterium op 53 eftir Hafliða Hallgrímsson og kantatan Veni sancte Spiritus eftir Sigurð Sævarsson, verða frumflutt sitt hvora helgina, með aðkomu fjölmargra framúrskarandi flytjenda, Schola cantorum, Mótettukórs Hallgrímskirkju, Alþjóðlegu barokksveitarinnar í Hallgrímskirkju, Kammersveitar Hallgrímskirkju og einsöngvara. Einsöngvarar í flutningi á Mysterium eru Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Hanna Dóra Sturludóttir alt, Elmar Gilbertsson tenór og Oddur A. Jónsson bassi. Einsöngvarar með Schola cantorum í frumflutningi á kantötu Sigurðar Sævarssonar eru Hildigunnur Einarsdóttir alt og Benedikt Kristjánsson tenór.

Finnbogi Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu sem teygir sig úr Hallgrímskirkju eftir ósýnilegum leiðum yfir í Ásmundarsal. Klukknaspil Hallgrímskirkju verður nýtt til samspils við stóra orgelið í kirkjunni með hjálp íslenskra tónskálda raftónlistar undir forystu Guðmundar Vignis Karlssonar.

Finnbogi Pétursson

Boðið verður upp á tuttugu tónleika, kynningar og helgistundir með íslensku tónlistarfólki, sem kemur fram með erlendum gestum. Tónlistarhópurinn Umbra flytur „Rauðu bókina“ frá Montserrat ásamt listakonunni Marinu Albero sem leikur m.a. á hið forna hljóðfæri psalterium. Trompetleikararnir Jóhann Nardeau og Baldvin Oddsson halda tónleika með franska orgelleikaranum David Cassan við Klaisorgelið. Kontratenórinn David Erler, Benedikt Kristjánsson tenór, Oddur A. Jónsson bassi og Herdís Anna Jónasdóttir sópran verða einsöngvarar í upprunaflutningi á þremur kantötum eftir Bach, ásamt kórum Hallgrímskirkju og Alþjóðlegu barokksveitinni. Kantöturnar hljóma bæði við helgihald og á tónleikum. Alþjóðlega barokksveitin verður auk þess með barokktónleika með verkum eftir Vivaldi, Telemann og Bach á hvítasunnudag. Halldór Hauksson býður upp á sýninguna Útlendingurinn, þar sem hann vinnur með samnefnt verk Alberts Camus í tali og tónum. Í samvinnu við Ásmundarsal við Freyjugötu verður boðið upp á tónleikaspjall og ýmsar uppákomur á kaffihúsi og í sýningarsal hússins á meðan á Kirkjulistahátíð stendur, en sýning Finnboga í sýningarsalnum speglar ómrými Hallgrímskirkju með sérstökum hætti.

Alls koma fram um 200 flytjendur.

Kirkjulistahátíð 2019 verður sett með viðhöfn laugardaginn 1. júní.

Dagskrá hátíðarinnar verður glæsileg! Kíktu á vef Kirkjulistahátíðar!

 

  1. júní laugardagur

15:00 SETNINGARATHÖFN KIRKJULISTAHÁTÍÐAR Orgelvirtúósinn Isabelle Demers og trompetleikararnir Jóhann Nardeau og Baldvin Oddsson ásamt Birni Steinari Sólbergssyni leika hátíðartónlist.

15:30 Sýning Finnboga Péturssonar í Hallgrímskirkju og Ásmundarsal

17:00 UPPHAFSTÓNLEIKAR KIRKJULISTAHÁTÍÐAR 2019 Mysterium, ný óratóría eftir Hafliða Hallgrímsson fyrir tvo kóra, hljómsveit, tvö orgel og fjóra einsöngvara frumflutt.

 

  1. júní sunnudagur

11:00 Hátíðarmessa á Sjómannadegi

15:00 Tónleikaspjall í Ásmundarsal – Tónskáldið Hafliði Hallgrímsson

17:00 Óratórían Mysterium – endurteknir tónleikar- sjá kynningu 1. júní.

Ásmundasalur.
  1. júní mánudagur

12:00 Myndlistarspjall í Ásmundarsal – Myndlistarmaðurinn Finnbogi Pétursson

21:00 Útlendingurinn. Verk í hljóðum, tali og tónum eftir Halldór Hauksson.

 

  1. júní þriðjudagur

12:00 Tónleikaspjall í Ásmundarsal – Tónlistarkonan Marina Albero Tapaso

21:00 Maríusöngvar frá Montserrat „Þeir vilja stundum syngja og dansa” Tónlistarhópurinn Umbra ásamt Marina Albero Tapaso. Karlasönghópur og slagverksleikarar verða einnig gestir Umbru.

 

  1. júní miðvikudagur

20:00 Hátíðarhljómar Kirkjulistahátíðar – tveir trompetar og orgel Trompetleikararnir Jóhann Nardeau og Baldvin Oddsson ásamt David Cassan organista frá Frakklandi flytja tónlist eftir Charpentier, Vivaldi, Händel o.fl.

 

  1. júní fimmtudagur

12:00 Orgel-matinée á Kirkjulistahátíð Björn Steinar Sólbergsson organisti Hallgrímskirkju leikur orgeltónlist hvítasunnunnar eftir J.S. Bach og Duruflé. Ókeypis aðgangur – allir velkomnir!

 

  1. júní föstudagur

16:00 Tónleikaspjall í Ásmundarsal – Söngvarinn Benedikt Kristjánsson

 

  1. júní laugardagur

17:00 Aftansöngur. Kantatan “Bleib bei uns” BWV 6 eftir J. S. Bach. Ókeypis aðgangur -allir velkomnir!

17.50 Hvítasunnan hringd inn. Klukkuspil.

18:00 Samhringing klukkna.

21:00 Tölvur, Klais og klukkuspil. Umsjónarmaður: Guðmundur Vignir Karlsson. Ókeypis aðgangur – allir velkomnir.

 

  1. júní sunnudagur hvítasunna

11:00 Hátíðarguðsþjónusta. “O ewiges Feuer “BWV 34 eftir J.S. Bach. Mótettukór Hallgrímskirkju, Alþjóðlega barokksveitin með barokktrompetum og pákum ásamt einsöngvurum.

20:00 Hátíðartónleikar með Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju.

 

  1. júní mánudagur

11:00 Hátíðarmessa á annan í hvítasunnu. Hátíðartónlist. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel.

15:00 Tónleikaspjall í Ásmundarsal.

17:00 Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar 2019. “Eilífðareldur, uppspretta ástar” Fluttar verða 3 hvítasunnukantötur “Erschallet, ihr Lieder”, BWV 172 og “O ewiges Feuer, o Ursprung der Liebe” BWV 34 eftir J. S. Bach og “Veni sancte spiritus”, ný hvítasunnukantata eftir Sigurð Sævarsson frumflutt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum