fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Kynning

Fjölskyldan sameinast yfir hljóðbókum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 14. desember 2018 08:00

Stefán Hjörleifsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Storytel er áskriftarveita fyrir hljóðbækur þar sem notendur greiða eitt áskriftargjald fyrir ótakmarkaðan aðgang að tugþúsundum bóka. Storytel fór í loftið á Íslandi í febrúar og viðtökurnar hafa farið fram úr allra björtustu vonum.

„Þetta ár hefur verið ævintýri líkast, þökk sé frábærum viðtökum Íslendinga sem sannarlega eru tilbúnir fyrir þá sprengingu sem orðið hefur í útgáfu hljóðbóka,“ segir Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi, og bætir við að fyrirtækið hafi náð markmiðum sínum og framleitt yfir 200 íslenskar hljóðbækur á árinu. Á næsta ári er ætlunin að gera enn betur, en stefnt er að því að yfir 1.000 íslenskar hljóðbækur auk rafbóka verði í boði innan þjónustunnar ásamt tugþúsundum erlendra bóka.

Storytel

Nýtt efni í farvatninu

Stefán segir að Storytel hafi nú þegar hafið undirbúning að ýmsum nýjungum í útgáfu sem líta munu dagsins ljós strax á næsta ári. „Við munum gefa út bækur sem aðeins munu koma út sem hljóðbækur, alls kyns efni í ætt við fréttamennsku, styttri greinar og ýmsa áhugaverða umfjöllun sem er styttri en hefðbundnar bækur.“ Hann segir fyrirtækið einnig vera að skoða hlaðvarp innan þjónustunnar en hlaðvörp hafa notið aukinna vinsælda hérlendis undanfarið. „Þarna erum við vitanlega að mæta ákveðinni þörf, en viðtökurnar hafa sýnt að Íslendingar er sólgnir í hljóðbækur af öllum stærðum og gerðum.“  Stefán bætir við að sama þróun eigi sér stað hér og erlendis þar sem framleiðsla og notkun slíks efnis hefur margfaldast undanfarin ár með tilkomu snjallsímans.

Fjölskylduáskrift og „Kids Mode“

Storytel hóf nú í desember að bjóða nýjar áskriftarleiðir sem gera allri fjölskyldunni kleift að hlusta á sama tíma og byggja upp sína eigin bókahillu. Með Storytel Family fylgja tveir fullorðinsaðgangar og tveir barnaaðgangar og með Storytel Family Plus fylgja þrír aðgangar fyrir fullorðna og þrír fyrir börnin. Einnig er boðið upp á „Kids Mode“ með hverri einstaklingsáskrift, þannig að barnið geti hlustað á sama tíma í öðru tæki.

Storytel

Ungir hlustendur

Í notendakönnunum sem Storytel hefur gert hefur komið í ljós að stór hluti þeirra sem hlusta á hljóðbækur er yngra fólk en einnig fólk á öllum aldri sem ekki hefur lesið hefðbundnar bækur í frítíma sínum áður, þótt vissulega sé líka um að ræða lesendur sem eru að færa sig yfir úr hefðbundnum bókum eða notar hvort tveggja samhliða. Hljóðbækur eru enda þægilegur valkostur þegar kemur að því að nýta tímann betur og njóta afþreyingar eða fræðslu í leiðinni. „Eftir að ég byrjaði að hlusta á hljóðbækur hef ég komist yfir miklu meira magn af bókmenntum. Þannig hlusta ég hvort sem ég er að keyra í tíu mínútur, fara í lengri hjólatúra eða á kvöldin heima fyrir, jafnvel í vinnunni – en ég vinn jú við þetta,“ segir Stefán að lokum.

Nældu þér í ótakmarkaðan aðgang að tugþúsundum bóka á www.storytel.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum