fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Kynning

Innleiðing Siðferðisgáttar hjá BYKO

Kynning
Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. september 2021 16:16

Á myndinni eru fulltrúar frá Hagvangi og BYKO. Frá vinstri, Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir ráðgjafi Hagvangs, Sveinborg Hafliðadóttir mannauðsstjóri BYKO, Sigurður Brynjar Pálsson forstjóri BYKO og Gyða Kristjánsdóttir ráðgjafi Hagvangs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum var skrifað undir samning um innleiðingu Siðferðisgáttarinnar fyrir alla starfsmenn BYKO, sem eru í heildina 490 talsins, og hófst þjónustan föstudaginn, 17.september.

Með Siðferðisgáttinni gefst starfsmönnum BYKO tækifæri á að koma á framfæri, beint til óháðs teymis innan Siðferðisgáttarinnar, ef þeir verða fyrir óæskilegri háttsemi á vinnustað sínum eða upplifa vanlíðan í starfi. BYKO gerir samning við Siðferðisgáttina. Siðferðisgáttin kemur að slíkum málum sem óháður ráðgjafaraðili í samstarfi við mannauðsstjóra BYKO.

„Markmið Siðferðisgáttarinnar er að styrkja stoðir góðrar vinnustaðarmenningar og að skapa farveg fyrir alla starfsmenn, óháð stöðu, til þess að koma á framfæri til óháðra aðila ef þeir verða fyrir óæskilegri hegðun og fer málið þar með strax í faglegan farveg. Það er okkur afar dýrmætt að fá BYKO í þjónustu Siðferðisgáttarinnar þar sem um er að ræða fjölbreyttan hóp starfsmanna, í ólíkum störfum og með ólíkan bakgrunn. Við hlökkum mikið til samstarfsins og erum afar þakklát og ánægð með það að fá BYKO í hóp ánægðra aðildarfyrirtækja Siðferðisgáttarinnar og sýna þannig í verki að þeim sé annt um vellíðan sinna starfsmanna,“ segir Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir ráðgjafi hjá Hagvangi.

„Við trúum því að á bakvið öfluga liðsheild ríki traust og samkennd sem byggir á heiðarlegum samskiptum. Við berum virðingu fyrir hvort öðru óháð kyni, litarhætti, stétt og stöðu. Við samþykkjum einfaldlega ekkert einelti, áreitni né ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist. Það þarf kjark og hugrekki þeirra sem verða fyrir óæskilegri framkomu að stíga fram. Það er því mikilvægt að tryggja einfaldan og skýran farveg til að koma slíkum málum frá sér. Leiðin þarf að vera skýr, einföld sem er umlykin trausti og trúnaði,“ segir Sigurður Brynjar Pálsson forstjóri BYKO.
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.07.2021

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum
Kynning
02.07.2021

Bitz á 20% afslætti í Vogue: Matarstell sem þolir allt – líka bakarofninn

Bitz á 20% afslætti í Vogue: Matarstell sem þolir allt – líka bakarofninn
Kynning
08.06.2021

Náttúruleg lausn við þreyttum vöðvum

Náttúruleg lausn við þreyttum vöðvum
Kynning
04.06.2021

Blue Lagoon Challenge haldið í 25. skiptið þann 12.júní 2021

Blue Lagoon Challenge haldið í 25. skiptið þann 12.júní 2021
Kynning
04.05.2021

Handhæg og öflug sótthreinsitækni úr heilbrigðisgeiranum heima hjá þér

Handhæg og öflug sótthreinsitækni úr heilbrigðisgeiranum heima hjá þér
Kynning
30.04.2021

Mun leðurjakki framtíðarinnar koma úr kombucha brugghúsi?

Mun leðurjakki framtíðarinnar koma úr kombucha brugghúsi?