fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
Kynning

Hágæða rúm, borðstofuborð, sófaborð og stólar á fáránlegum afslætti hjá Vogue

Kynning
Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. júní 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við fórum í að hreinsa algerlega út af lagernum hjá okkur og rýma til fyrir nýjum sendingum sem eru á leiðinni. Vogue merkir náttúrulega tíska eða vinsældir á frönsku og við viljum að sjálfsögðu tolla í tískunni og fylgja nýjustu straumum á markaðnum. Núna eru gámar á leiðinni, stútfullir af glænýjum húsgögnum og vörum eftir að létt hefur verið á sendingum innan Evrópu og því fannst okkur tilvalið að nýta tækifærið og hreinsa rækilega til á lagernum. Við höfum áður haldið lagerhreinsanir en aldrei af þessari stærðargráðu,“ segir Helgi Valur, sölufulltrúi hjá Vogue.

Helgi Valur, sölufulltrúi hjá Vogue.

Fyrstur kemur, fyrstur fær

Við hreinsunina kom ýmislegt í ljós. „Við höfum nú tekið saman eldri vörur, síðustu eintök og sýningareintök og munum setja á allt að 70% afslátt. Þetta er mikið magn af sófaborðum, hliðarborðum, geggjuðum stólum, hrikalega flottum hægindastólum, borðstofuborðum og gjafavöru sem verður á fáránlega góðum afslætti. Verslunin opnar á slaginu 10:00, alla virka morgna. Mikið af þessum hefur varla komið inn í búðina og er enn í pakkningunum. Sumt er bara til í einu eða fáum eintökum og því er um að gera að festa kaup sem fyrst ef fólk hefur áhuga, því fyrstur kemur, fyrstur fær. Eða réttara sagt; fyrstur kaupir, fyrstur fær því allt er hægt að nálgast í vefversluninni,“ segir Helgi.

Rúmin frá Vogue eru sívinsæl.

Amk 20% afsláttur

Vogue hefur alltaf stært sig af því að bjóða eingöngu upp á vörur og húsgögn í hæsta gæðaflokki. „Þetta eru allt vandaðar vörur frá flottustu framleiðendum í Evrópu. Okkur langaði líka að gera þetta svolítið grand og hreinsa svolítið vel til. Það verður því ekki bara geggjaður afsláttur af eldri vörum heldur verður einnig gefinn afsláttur af öllum vörum í búðinni, líka glænýjum húsgögnum og vörum sem eru nýkomnar til landsins. Svo er líka afsláttur af okkar allra vinsælustu vörum eins og Wizar hægindastólunum sem eru þekktir fyrir að vera einir fallegustu hægindastólar á markaðnum. Svo eru flaggskipin okkar, íslensku rúmin sem við framleiðum sjálf einnig öll á afslætti.“ Því er ljóst að það verður hægt að gera frábær kaup á hágæða húsgögnum og öðrum vörum fyrir heimilið næstu daga í Vogue.

Góð kaup í netverslun

„Við viljum bara minna fólk á að allar vörurnar í verslunni eru einnig fáanlegar í netversluninni vogue.is. Þegar netverslun jókst í faraldrinum stukkum við strax til og uppfærðum heimasíðuna og netverslunina okkar, sem er nú orðin upp á tíu. Auðvitað mælum við samt alltaf með því að ef fólk er að festa kaup í einhverju stærra eins og heilsurúmi eða því um líkt, að mæta, prófa og finna út hvað hentar,“ segir Helgi að lokum.

Vogue er staðsett að Síðumúla 30 í Reykjavík. Opnunartímar eru frá 10-18 á virkum dögum og laugardaga frá 11-16. Sími: 533-3500.

Vogue er einnig staðsett að Hofsbót 4 á Akureyri. Opnunartímar eru frá 10-18 á virkum dögum og laugardaga frá 11-14. Sími: 462-3504.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
25.06.2021

Kombucha hjálpar mér að blómstra

Kombucha hjálpar mér að blómstra
Kynning
22.06.2021

Gæði mannvirkja og sjálfbærnihugsun nátengd

Gæði mannvirkja og sjálfbærnihugsun nátengd
Kynning
11.06.2021
Boðhlaup BYKO
Kynning
04.06.2021

Rafmögnuð sumarferð Heklu og heimsendur reynsluakstursbíll!

Rafmögnuð sumarferð Heklu og heimsendur reynsluakstursbíll!
Kynning
31.05.2021

Lítur á það sem réttindabaráttu að fólk eigi greiðan aðgang að CBD

Lítur á það sem réttindabaráttu að fólk eigi greiðan aðgang að CBD
Kynning
16.04.2021

ELKO greiddi viðskiptavinum 10 milljónir kr. fyrir notuð raftæki árið 2020 og gefur út sína fyrstu samfélagsskýrslu

ELKO greiddi viðskiptavinum 10 milljónir kr. fyrir notuð raftæki árið 2020 og gefur út sína fyrstu samfélagsskýrslu
Kynning
16.04.2021

MOJU heilsuskotin komin til Íslands

MOJU heilsuskotin komin til Íslands
Kynning
17.03.2021

Baseparking býður upp á fría bílastæðaþjónustu vegna Covid-19: Er þetta besta lausnin fyrir komufarþega á Leifsstöð?

Baseparking býður upp á fría bílastæðaþjónustu vegna Covid-19: Er þetta besta lausnin fyrir komufarþega á Leifsstöð?
Kynning
12.03.2021

KS Protect fyrstir á Íslandi með lakkvörn framtíðarinnar

KS Protect fyrstir á Íslandi með lakkvörn framtíðarinnar