fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Kynning

Baseparking býður upp á fría bílastæðaþjónustu vegna Covid-19: Er þetta besta lausnin fyrir komufarþega á Leifsstöð?

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 17. mars 2021 10:13

Baseparking hefur starfað í fjögur ár og var fyrsta fyrirtækið til að bjóða upp á alvöru bílastæðaþjónustu við flugvöllinn. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Baseparking hefur nú í nokkrar vikur heldur betur boðið upp á ómetanlega og jafnframt fría þjónustu til þess að vega upp á móti faraldrinum sem hefur skekið heimsbyggðina. Um er að ræða bílastæðaþjónustu fyrir ferðalanga sem viðskiptavinir kunna svo sannarlega að meta.

Töluvert hefur verið fjallað um vini og fjölskyldumeðlimi sem sækja ferðalanga sem lenda á flugvellinum, sem stríðir gegn sóttvarnarreglum. Base parking hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum til þess að leysa þetta vandamál með þjónustu sem hefur verið í boði lengi hjá fyrirtækinu, en á meðan faraldrinum stendur mun þessi þjónusta standa viðskiptavinum til boða án endurgjalds.

Snertilaus afhending

„Þetta virkar þannig að í stað þess að einhver sæki á völlinn, þá geta ættingjar eða vinir haft samband við okkur, skutlast með bílinn fyrir utan flugstöðina og skilið hann eftir í okkar höndum. Margir koma á tveimur bílum til þess að skilja einn eftir, eða taka jafnvel strætisvagninn til baka. Við geymum bílinn hjá okkur í allt að tvo daga frítt og þegar von er á farþega á Leifsstöð skutlumst við með bílinn fyrir utan komusalinn og afhendum hann. Afhendingin er snertilaus og er engin hætta á smiti.

Við byrjuðum að bjóða þessa þjónustu frítt þann 22. febrúar og þá var flugrútan ekki í boði. Þrátt fyrir að nú sé hægt að nýta sér flugrútuna munum við halda áfram að bjóða upp á þessa þjónustu frítt einhvern tíma í viðbót, að minnsta kosti framyfir páska. Fólk hefur verið virkilega ánægt með þessa þjónustu og þá staðreynd að við erum að bjóða upp á þetta frítt. Sumir hafa jafnvel bent á að þetta sé svo til ein besta og hættulausasta lausnin þegar kemur að því að komast heim frá flugvellinum,“ segir Ómar Hjaltason sem rekur Baseparking.

Ómar Hjaltason og Davíð Andrésson reka Baseparking saman.

Páskarnir eru ennþá ferðatími

Nú er stutt í páskana og er Baseparking nú þegar farið að taka við pöntunum frá fólki sem hyggst ferðast yfir hafið víða þetta mikla ferðatímabil, enda eru margir ólmir að komast til heitari landa og flatmaga í sólinni. „Það er um að gera að panta bílageymslu sem fyrst enda er ljóst að margir huga að ferðalögum um páskana, þó svo þetta verði ólíklega stærstu ferðapáskar sem sögur fara af, einfaldlega vegna ástandsins.“

Fyrstir á markaðnum

Baseparking var stofnað árið 2017 og er því að verða fjögurra ára í sumar. „Við vorum fyrst á markaðnum til þess að bjóða upp á alvöru bílastæðaþjónustu fyrir ferðalanga þar sem fólk þurfti ekki að leggja sjálft í stæði, burðast með farangurinn yfir langar vegalengdir og sama þegar það lenti aftur í Leifsstöð eftir oft langt og strangt ferðalag. Okkar markmið var og er að bæta upplifun ferðalagsins og gera það eins þægilegt og hægt er. Með Baseparking þarftu aldrei aftur að lenda um miðja nótt í -15°C gaddi, burðast með farangur og tollbjórinn gegnum ½ meter af snjósköflum og ísköldum skafrenningi, moka snjóinn með úlpuerminni af bílnum til þess að sækja sköfuna til þess að skafa af bílnum áður en þú getur loks sest upp í bílinn til þess að keyra heim.

Við byrjuðum í þessu bara tveir ungir hugsjónamenn og höfum lært ýmislegt síðan við hófum störf okkar. Okkar þjónusta varðar oft mjög þreytta og svanga viðskiptavini sem eru að koma heim eftir margra klukkutíma ferðalag og því má vart engu út af bregða þegar kemur að því að skila bílnum á réttum tíma fyrir framan flugstöðina.“

Betri þjónusta á betra verði

Það sem er best við þjónustuna hjá Baseparking að þú ert að fá lúxus þjónustu á oft hagstæðara verði en til dæmis bílastæði Isavia. „Þess má geta að við höfum ekki hækkað verðið síðan við stofnuðum fyrirtækið. Taxtinn er sá sami. Startgjaldið er 5000 kr. og daggjaldið í geymslu á bíl er ekki nema 500 kr. Þegar upp er staðið, er þetta strax farið að borga sig við ekki lengra ferðalag en langar helgarferðir.

Að auki bjóðum við upp á aukaþjónustu eins og þrif, dekkjaskipti og skoðun hjá Frumherja sem fólk er duglegt að nýta sér, enda er engin betri tímasetning til þess að inna þessi hvimleiðu fylgiverkefni bílaeigaenda af hendi en einmitt þegar þú ert ekki á landinu. Nú er stutt í að fólk þurfi að skipta út nagladekkjum og við megum alveg búast við því um páskana að það verði vinsæl bón hjá ferðalöngum. Svo þegar kemur að öðrum bónum höfum við enn ekki sagt nei. Margir vilja geyma bílinn inni, við höfum í einhverjum tilfellum farið með bíl í viðgerð og margt fleira. Við mætum fólki á þeim grundvelli sem því hentar og gerum bara samning um verð og annað.“

Engar kerrubeyglur

Bílastæði Baseparking er staðsett í um 3-4 km fjarlægð frá flugstöðinni og er starfsmaður á vakt allan sólarhringinn sem sér um að vakta svæðið. „Starfsfólk okkar eru reyndir bílstjórar og leggja bílnum af færni. Það eru sáralitlar líkur á því að bíllinn sé hurðaður og engar líkur á að flugvallakerra fjúki inn í hliðina á honum.“

Ný þjónusta upp úr faraldrinum

Base Parking er einnig með skrifstofur í Reykjavík og á meðan ferðalög milli landa voru í lágmarki byrjaði fyrirtækið að bjóða upp á nýja þjónustu. „Við bjóðum viðskiptavinum upp á að sækja bíla til fólks á meðan það er til dæmis í vinnunni eða heima hjá sér, förum með hann í þrif, bón, dekkjaskipti, skoðun, viðgerð eða annað, og skilum svo aftur á umsaminn stað. Þetta hentar fólki sem er upptekið í krefjandi störfum eða finnst einfaldlega ekkert spennandi við það að bíða á verkstæði á meðan það er verið að skoða bílinn.“

Við geymum bílinn hjá okkur í allt að tvo daga frítt og þegar von er á farþega á Leifsstöð skutlumst við með bílinn fyrir utan komusalinn og afhendum hann.

Pöntunarferlið er sáraeinfalt og kemur strax upp þegar farið er inn á heimasíðuna baseparking.is. Öll skref eru skýr og skilmerkileg og verðið er sanngjarnt. Svo er að sjálfsögðu hægt að hringja í okkur í síma 854-2000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.11.2021

Járn er lífsnauðsynlegt steinefni fyrir mannslíkamann

Járn er lífsnauðsynlegt steinefni fyrir mannslíkamann
Kynning
05.11.2021

Fann mun á sér eftir fjóra daga á CBD

Fann mun á sér eftir fjóra daga á CBD
Kynning
22.09.2021

Innleiðing Siðferðisgáttar hjá BYKO

Innleiðing Siðferðisgáttar hjá BYKO
Kynning
13.09.2021

Kombucha, kaffi, kokteilar og kræsingar á Barr

Kombucha, kaffi, kokteilar og kræsingar á Barr
Kynning
13.07.2021

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum
Kynning
02.07.2021

Bitz á 20% afslætti í Vogue: Matarstell sem þolir allt – líka bakarofninn

Bitz á 20% afslætti í Vogue: Matarstell sem þolir allt – líka bakarofninn
Kynning
11.06.2021

Boðhlaup BYKO

Boðhlaup BYKO
Kynning
10.06.2021

Rafmögnuð hátíð – loksins!

Rafmögnuð hátíð – loksins!