fbpx
Miðvikudagur 01.apríl 2020
Kynning

Hönnun og eftirlit: Ný eign er ekki sjálfkrafa gallalaus

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Laugardaginn 1. febrúar 2020 14:00

Það er jafn mikilvægt að fá ástandsskoðun fagaðila hvort sem um kaup eða leigu sé að ræða. Forðumst vandamál og látum skoða áður en skrifað er undir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hönnun og eftirlit er framsækið og öflugt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ástandsskoðun fasteigna, þá bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, ásamt byggingastjórn og öðru sem viðkemur fasteignamálum. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 af Gunnari Fannbergi Gunnarssyni byggingarfræðingi og Hólmfríði Halldórsdóttur viðskiptafræðingi og fór fljótlega eftir stofnun í sérhæfingu í almennri ástandsskoðun ásamt því að taka að sér deilumál/ágreiningsmál eða mál sem eru bæði innan sem utan dómstóla.

Hönnun og eftirlit byggir á fagmennsku og vel skilgreindum verkferlum. Auk þess hefur fyrirtækið öflugt gæðakerfi og áratuga reynslu starfsmanna við mannvirkjagerð, eftirlit eða aðra þætti sem snúa að fyrirliggjandi verkefnum.

Mynd sýnir ástand á borðaklæðningu þar sem loftun var ábótavant en einungis 18 ár eru frá því að umrædd fasteign var byggð.

Ástandsskoðun fyrir allar fasteignir
„Ástandsskoðun fasteigna kemur í veg fyrir alls konar vandamál, en við þannig skoðun koma oft ýmsir duldir gallar eða önnur vandamál fram strax,“ segir Gunnar.

Gunnar bendir á að við kaup á nýrri fasteign sé gott að kynna sér eignina vel og gera svo í framhaldinu kauptilboð byggt á þeirri skoðun með fyrirvara um ástandsskoðun. Með þeim hætti er ekki verið að leggja út í kostnað við skoðun nema í þeim tilfellum þar sem fyrir liggur samþykkt kauptilboð.

Í flestum tilvikum er um sjónmat að ræða, en við þannig mat er alltaf hitamyndavél og rakamælir meðferðis og notað þegar ástæða þykir til. Í framhaldinu er svo hægt er að gera nánari ástandsskoðun eins og t.d. með myndavélaskoðun í holræsi eða prufu niðurrif á byggingarhlutum til þess að kanna ástand byggingarhluta frekar.

„Við skoðun koma oft upp atriði sem ekki lágu fyrir við kauptilboð og með því er komið í veg fyrir vandamál eða ágreining sem almennt kemur upp ef kaupendur eða seljendur hefðu ekki verið upplýstir um þau. Ástandsskoðun sem og önnur skoðun stýrir því oft málum frá ágreiningi eða málaferlum,“ bætir Gunnar við.

 

Hugum vel að allri öndun og frágangi klæðninga til að hindra óþarfa niðurbrot.

Nýjar eignir ekki alltaf gallalausar

„Það er ekki sjálfgefið að nýjar eignir séu gallalausar og oft erum við að sjá verri galla eða vandamál í nýjum eignum frekari en eldri,“ segir Gunnar. „Í eldri eignum sem hafa fengið gott viðhald í gegnum árin erum við hins vegar að sjá færri og minni galla,“ bætir Gunnar við. Ávallt er farið yfir þau atriði sem upp koma og útskýrt fyrir aðilum hvað snýr að almennu viðhaldi og leiðum til endurbóta eða lagfæringa

Undanfarið hefur því ástandsskoðunum á nýjum eignum fjölgað gríðarlega og mælir Gunnar eindregið með að fólk í fasteignahugleiðingum, bæði einstaklingar og fyrirtæki, íhugi að láta ástandsskoða eignirnar. Þrátt fyrir að verið sé að festa kaup á alveg nýrri og ónotraði eign þá snýr skoðun meira að því hvort eignin sé fullbúin og tilbúin til afhendingar til kaupenda.

„Það jákvæða er að við nýrri eignirnar eru oft ábyrgðir eða tryggingar til staðar eða jafnvel inni í myndinni að verktakinn sem byggði umrædda fasteign mæti til þess að lagfæra það sem á er bent,“ segir Gunnar að lokum.

Það borgar sig að sinna viðhaldi jafnt og þétt til þess að forðast svona niðurbrot.

Margvísleg verkefni

Hönnun og eftirlit sér ekki bara um ástandsskoðun, en verkefni fyrirtækisins eru margvísleg og má þar m.a. annars nefna byggingastjórnun, eftirlit, breytingar, burðarþol og lagnir og margt fleira.

Hægt er að hafa samandi við Hönnun og eftirlit í síma 445-9545 eða 863-1668. Einnig má sjá myndir og annað sem snertir skoðanir inni á Hönnun og Eftirlit á facebook

www.honnunogeftirlit.is

 

Hönnun og Eftirlit

Lágmúla 6
108 Reykjavík
S: 445-9545 gsm: 863-1668

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 3 vikum

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot
Kynning
Fyrir 3 vikum

Ritsmiðja, listasýning og notaleg stemning á Bókasafni Árborgar: „Við erum alltaf með heitt á könnunni“

Ritsmiðja, listasýning og notaleg stemning á Bókasafni Árborgar: „Við erum alltaf með heitt á könnunni“
Kynning
Fyrir 3 vikum

LED húsnúmer geta bjargað lífum!

LED húsnúmer geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Lagðar línur, litríkir skúlptúrar og nýtt kaffihús í Listasafninu á Akureyri

Lagðar línur, litríkir skúlptúrar og nýtt kaffihús í Listasafninu á Akureyri
Kynning
Fyrir 3 vikum

Komdu í áskrift hjá Hydra Flot Spa: Nýtt í ár! Hljóðrituð hugleiðsla, Cryo-air andlitsmeðferðir og vinnustaðarnámskeið

Komdu í áskrift hjá Hydra Flot Spa: Nýtt í ár! Hljóðrituð hugleiðsla, Cryo-air andlitsmeðferðir og vinnustaðarnámskeið