Miðvikudagur 19.febrúar 2020
Kynning

Boðleið: Notendavænar heildarlausnir fyrir öll fyrirtæki

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 31. janúar 2020 10:00

Þorvaldur Harðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boðleið hefur lengi sérhæft sig í síma- og netmálum fyrir fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum. Þá býður Boðleið upp á nokkrar útfærslur af myndfundarlausnum og kappkostar að veita fyrirtækjum heildarþjónustu og ráðgjöf á öllum tengdum sviðum.

„Við bjóðum upp á heildarlausnir þar sem hægt er að fá sem flest á einum stað; netkerfi, internet, símanúmer, símkerfi, tölvubúnað, hugbúnað og allt fyrir fundarherbergið. Fyrirtæki geta fengið farsímanúmer, landsímanúmer og netið allt hjá okkur. Við erum einbeitt fyrirtæki með lausnir fyrir allt sem fyrirtæki þurfa,“ segir Þorvaldur Harðarson, framkvæmdastjóri Boðleiðar.

 

Aukinn áhugi á myndfundarbúnaði

„Undanfarið höfum við fundið fyrir auknum áhuga á myndfundarbúnaði hjá okkar viðskiptavinum. Fyrirtæki eru farin að huga meira að umhverfinu og reyna m.a. að fækka flugferðum eins og hægt er. Þar kemur Boðleið inn með öflugar fundarlausnir frá Yealink.“ Yealink er með góðar og þægilegar lausnir fyrir Microsoft Skype/Teams og Zoom, sem eru mikið notaðar fundarlausnir í dag. Þessi kerfi eru sjálfstæðar einingar og afar einfaldar í notkun. „Einnig erum við með lausnir sem byggjast á BYOD (bring your own device). Allur búnaður sem þarf til að halda myndfund er frá Yealink, en myndfundarhugbúnaðurinn er í tölvu hvers og eins.“

 

Myndfundarlausnir sem henta flestum

Þorvaldur segir að enn sem komið er sé enginn framleiðandi kominn með eitt myndfundarkerfi sem talar við öll önnur myndfundarkerfi. „Við erum með lausnir sem henta flestum. Þá erum við með svokallaða myndfundarbrú eða torg sem fyrirtæki leigja aðgang að til lengri eða skemmri tíma. Þetta verður þá þeirra einkafundartorg sem hægt er að tengjast með flestum gerðum hefðbundinna myndfundarkerfa.“

Myndfundarbúnaðurinn frá Boðleið er afar notendavænn en fyrirtækið er með breiða línu sem hentar öllum stærðum af fyrirtækjum. „Við erum með lausnir fyrir allt frá tveggja manna fundarherbergjum upp í 100 manna sal.“

 

3CX-símkerfi

Frá upphafi hefur Boðleið lagt ríka áherslu á símkerfi fyrir fyrirtæki. 3CX-símkerfi eru orðin afar útbreidd hér á landi og í notkun hjá bæði smáum fyrirtækjum sem og mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. Boðleið selur bæði og leigir 3CX-kerfið og er það til í þremur útgáfum. „Hægt er að byrja á fríu kerfi en eftir því sem fyrirtækið stækkar þá vex kerfið. Í Pro-útgáfu kerfisins er allt innifalið eins og þjónustuver, skýrslukerfi og rauntímaupplýsingar fyrir skjáborð, skiptiborð, upptökur, farsímatengingar, tenging við CRM-upplýsingakerfi, tenging við Office 365, vefspjall við t.d. þjónustudeild og að sjálfsögðu myndfundarkerfi.

Ef fyrirtæki þitt vantar einhverja lausn þá eigum við hana yfirleitt til á lager. Ef þig vantar símkerfi, myndfundarkerfi, netlausnir eða hvað sem er, þá finnum við bestu lausnina fyrir þig, fljótt og örugglega,“ segir Þorvaldur að lokum.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni bodleid.is

Akralind 8, 201 Kópavogi

Sími: 535-5200

Tölvupóstur: sala@bodleid.is

Facebook: Boðleið

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Hönnun og eftirlit: Ný eign er ekki sjálfkrafa gallalaus

Hönnun og eftirlit: Ný eign er ekki sjálfkrafa gallalaus
Kynning
Fyrir 2 vikum

Spennandi leiðir til þess að efla sig og styrkja hjá MSS

Spennandi leiðir til þess að efla sig og styrkja hjá MSS
Kynning
Fyrir 3 vikum

Maur.is verktakaþjónusta á netinu: Og þú munt aldrei týnast í frumskóginum

Maur.is verktakaþjónusta á netinu: Og þú munt aldrei týnast í frumskóginum
Kynning
Fyrir 3 vikum

Hurðafélagið: Sparaðu þér kostnaðarsöm útköll með reglulegu viðhaldi og eftirliti

Hurðafélagið: Sparaðu þér kostnaðarsöm útköll með reglulegu viðhaldi og eftirliti
Kynning
Fyrir 3 vikum

Key of Marketing: Markaðssetning á netinu og grafísk hönnun

Key of Marketing: Markaðssetning á netinu og grafísk hönnun
Kynning
Fyrir 3 vikum

Var orðinn úrkula vonar og leið illa andlega út af ástandinu

Var orðinn úrkula vonar og leið illa andlega út af ástandinu