fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Dale Carnegie: „Það kemur ungu fólki oft á óvart hvað það á mikið inni“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 13. janúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er liðin meira en öld síðan frumkvöðullinn Dale Carnegie þróaði hin frægu og samnefndu sjálfshálparnámskeið. Sylvía Briem Friðjónsdóttir er hluti af færu og frambærilegu þjálfarateymi Dale Carnegie á Íslandi, hefur afar góða reynslu af því að hafa sótt námskeið hjá samsteypunni. „Ég fór sjálf á námskeið 16 ára hjá Dale. Námskeiðið hjálpaði mér gífurlega að styrkja mig á öllum sviðum lífsins. Ég væri ekki svona óhrædd í dag við að sækjast eftir hlutum ef ég hefði ekki farið á námskeið,“ segir Sylvía.

Dale Carnegie.

Dale Carnegie hefur verið starfandi í 107 ár og í 90 löndum. Námskeiðin eru í stöðugri þróun til þess að mæta síbreytilegum samtíma. Það sem að þykir merkilegt er að grunnurinn stendur sterkur enn í dag. „Þjálfarateymið okkar hefur farið í gegnum stranga átján mánaða þjálfun sem að inniheldur sjö síur til þess að standast kröfur og vera með sem bestu þjálfun í heimi. Einnig eru þjálfarar látnir fara í endurmenntun á þriggja ára fresti til þess að halda þjálfarréttindum. Þetta verður til þess að við höldum gæðum í þjálfun sem að miðast við ISO staðlað gæðamat.“

Fimm markmið
Rauði þráðurinn í gegnum námskeiðin og þau markmið sem byggja grunninn eru bætt sjálfstraust, tjáning, samskiptahæfni, að efla leiðtogahæfni og viðhorfs- og streitustjórnun. „Ásamt því erum við að vinna með að setja okkur markmið, að ná þeim og hvernig við setum eldmóð í verkin. Öll námskeiðin eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á þjálfun sem fer fram með þjálfara sem hefur hlotið gæðavottun Dale Carnegie samsteypunnar. Nemendurnir koma allir á mismunandi forsendum og við reynum að hjálpa hverjum og einum að ná sem mestu árangri í sínu lífi.“

„Ég hef starfað í sjö ár sem þjálfari og það eru mikil forréttindi að fá að kynnast öllu þessu flotta unga fólki sem mætir á námskeiðin. Það er ómetanlegt að fylgjast með þeim ná markmiðum sínum og komast jafnvel lengra en þau ætluðu sér. Það sem mér finnst einkenna útskriftartímann er að þátttakendur hafa ákveðna vissu í augunum og maður sér að þeir verða óstöðvandi, óhræddir og tilbúnir að sækja sér það líf sem þá langar í.“

Dale Carnegie fyrir 16-19 ára
Áskoranirnar sem að menntaskólaaldurinn glímir við geta verið strembnar. Fólk er oft að byrja í nýjum skóla, kemur í nýtt umhverfi með nýjum bekkjafélögum og nýju námsefni. „Það getur oft verið yfirþyrmandi að ætla að plumma sig vel og ná sem mestum árangri. Krakkar á þessum aldri eru oft að koma uppúr sjálfsmyndarkreppunni sem fylgir 13-15 ára aldrinum og aðeins farnir að fóta sig. Þeir eru að ákveða hvaða hópi þeir vilja tilheyra, finna sér sín markmið og sinn farveg í lífinu. Fyrir utan grunnmarkmiðin snýst námskeiðið um að hjálpa fólki að finna styrkleika sína og styrkja það enn frekar svo að það nái blússandi árangri í sínu lífi.“

Næsta námskeið í Dale Carnegie fyrir 16-19 ára hefst þann 23. janúar og fer skráning fram á vefsíðunni dale.is.

Dale Carnegie fyrir 20-25 ára
„Þær spurningar sem að virðast algengastar á aldrinum 20-25 ára eru: Hvað er það sem mig langar að gera í framtíðinni? Hvaða nám ætti ég að velja mér? Hvert er framtíðarstarfið? Hvar liggur styrkur minn? Það sem við leggjum áherslu á í námskeiðinu er að hjálpa þátttakendum að dreyma stærra, þora og vona. Það er mjög mikilvægt að þátttakendur setji sér skýr framtíðarmarkmið og læri að brjóta þau niður í minni skref. Það er oft mikill þrýstingur frá samfélaginu og samfélagsmiðlum að vera komin á ákveðinn stað á þessum aldri. Helst eiga allir að vera búnir að ákveða hvað þeir ætli að verða, velja sér framtíðarstarf og drauma. Það vefst fyrir mörgum hvernig þeir eigi að kaupa sér fasteign, stofna fjölskyldu svo eitthvað sé nefnt. Við viljum hjálpa fólki að finna hvað það vill raunverulega gera. Ungt fólk getur yfirleitt svo miklu meira. Það er líka mikilvægt að læra að taka höfnun og geta staðið hratt upp aftur og það er líka eitthvað sem að við reynum að þjálfa fólk í.“

Ákaft  þriggja daga námskeið
„Nú er uppselt í fyrstu námskeiðin okkar sem eru alveg að hefjast. Þetta eru átta vikna námskeið kennd einu sinni í viku fjórar klukkustundir í senn. En svo erum við að bjóða uppá námskeið fyrir 18-25 ára þar sem þau geta tekið þetta átta vikna námskeið á þremur dögum. Svipað fyrirkomulag hefur gengið vonum framar með fullorðna hópa og nú loksins ætlum við að bjóða ungu fólki uppá þennan valmöguleika.“

Fyrsta þriggja daga námskeiðið í Dale Carnegie fyrir 18-25 ára hefst þann 21. feb, lýkur 23. feb. og fer skráning fram á vefsíðunni dale.is.

Lestu um námskeið fyrir 10-12 ára og 13-15.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Dale Carnegie á Íslandi, dale.is.

Ármúli 11, 108 Reykjavík.

Sími: 555-7080

Facebook: Dale Carnegie þjálfun

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum