fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Kynning

Hleypur í gegnum hindranir eftir Dale Carnegie

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 10:33

Eva Mattadóttir, þjálfari og verkefnastjóri Dale Carnegie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heil öld er liðin síðan frumkvöðullinn Dale Carnegie þróaði hin frægu og samnefndu sjálfsstyrkingarnámskeið. Eva Mattadóttir hefur afar góða reynslu af því að hafa sótt námskeið hjá samsteypunni og í dag er hún hluti af færu og frambærilegu þjálfarateymi Dale Carnegie á Íslandi.

Öll námskeið Dale Carnegie miðast að þjálfun sem fer fram með þjálfara er hefur hlotið gæðavottun Dale Carnegie samsteypunnar og farið í gegnum stíft æfingaprógramm. „Við vitum að Dale Carnegie aðferðarfræðin virkar, enda sýna ótal sönnunargögn fram á það; frumkvöðlar, auðjöfrar og fólk í ábyrgðarstöðum hvarvetna hefur útnefnt Dale Carnegie sem sína bestu fjárfestingu. Sama þróun hefur verið hér á landi, síðan 1965 þegar Dale Carnegie námskeiðin voru fyrst kynnt fyrir Íslendingum,“ segir Eva.

 

Fimm markmið

Námskeiðin hafa verið í stöðugri gæðaþróun í samræmi við áskoranir samtímans. Markmið Dale Carnegie námskeiðanna eru þó alltaf sömu fimm grunnmarkmiðin. Það er að bæta sjálfstraust, tjáningu og samskiptafærni, efla leiðtogahæfni og viðhorfsstjórnun. Þetta eru atriði sem má ætíð bæta hjá hverjum og einum. „Tökum sjálfstraust sem dæmi. Þó að einstaklingur búi yfir miklu sjálfstrausti er ekki þar með sagt að það eigi við á öllum sviðum. Einhver gæti verið sjálfsöruggur í vinahópnum en átt erfiðara með að tjá sig í hópi ókunnugra. Aðrir hafa ekki næga trú á sér í skóla eða íþrótt en blómstra í samskiptum. Þjálfunin er því persónumiðuð og við leitumst alltaf við að styrkja það sem hver og einn þátttakandi vill einblína á. Þáttttakendur koma allir á mismunandi forsendum og það gengur ekki bara ein aðferð fyrir alla. Í fyrsta tíma námskeiðsins byggjum við grunninn og tökum tíma í að búa til okkar eigin stefnu. Þjálfarinn er svo alltaf einbeittur á markmið hvers og eins og hjálpar þátttakendum að finna leiðir í gegnum þeirra hindranir.“

 

Af hverju erum við feimin?

„Mannsheilinn er frábær en hann hefur ekki þróast mikið síðustu aldirnar. Hann er hannaður til þess að vernda okkur fyrir mögulegum hættum og til dæmis telur heilinn að álit annarra sé lífshættulegt fyrirbæri vegna þess að við viljum tilheyra félagslega. Hann vill að við forðum okkur í stað þess að mæta örugg á svæðið og tækla aðstæður. En það er alls ekki lífshættulegt að t.d. halda fyrirlestur eða kynningu fyrir framan fólk. Þvert á móti. Ég get meira að segja leyft mér að lofa því að það deyr enginn við það að halda kynningu, þó að líkamleg viðbrögð vilji telja okkur trú um annað. Þess vegna er mikilvægt að við þjálfum okkur í sjálfsöryggi til að vinna gegn þessu ævaforna viðbragði heilans.“

 

Styrkjum ungmennin

Dale Carnegie býður upp á öflug námskeið fyrir ungmenni. „Þessi námskeið hafa haft ótrúleg áhrif og breytt lífi og viðhorfi fjölda unglinga til hins betra. Sjálf var ég afar feiminn krakki og hélt lengi að það yrði mitt hlutskipti í lífinu. Það var ekki fyrr en ég fór á námskeið hjá Dale Carnegie, 13 eða 14 ára gömul, að ég fékk verkfæri í hendurnar til þess að vinna gegn feimninni. Fyrsti tíminn var vissulega krefjandi, en svo varð þetta auðveldara eftir því sem á leið. Í lok námskeiðsins hafði ég öðlast leynivopn til þess að sigrast á feimninni, sem var á þeim tíma mín stærsta persónulega hindrun. Áður en ég vissi af var ég farin að hlaupa í gegnum hverja hindrunina á fætur annarri og geri það enn í dag. Lífið var auðvitað ekki dans á rósum öllum stundum eftir það, en ég hef alla tíð búið að þessu grunnsjálfstrausti sem ég uppskar á námskeiðinu og missti aldrei trú á eigin getu. Þetta hefur skipt höfuðmáli í mínu lífi.“

 

Dale Carnegie fyrir 10-12 ára

Námskeiðin fyrir 10-12 ára og 13-15 ára eru ólík að því leiti að námskeiðin fyrir eldri ungmennin eru meira krefjandi og þjálfunin er í forgrunni, á meðan leikurinn er meira ráðandi hjá yngra fólkinu.
„Námskeiðin þurfa að höfða til þeirra sem sækja þau og það virkar vel að kenna krökkum, á aldrinum 10-12 ára, í gegnum leik. Þátttakendur fá þjálfun í því að styrkja vinasambönd og læra tækni til þess að kynnast nýjum vinum. Þá læra þeir góð samskipti við fjölskyldumeðlimi, en samskiptaörðugleikar við fjölskyldu og foreldra er oft eitthvað sem er að hefjast á þessum aldri. Þátttakendur læra líka um einelti, um hvað það snýst í grunninn og hvernig á að standa með sjálfum sér og öðrum gegn einelti. Það er mikil áhersla lögð á að námskeiðið sé skemmtilegt og miðað er að því að allir taki þátt í leik og starfi. Þau fá m.a. þjálfun í hugrekki og jákvæðni, öðlast verkfæri til þess að tækla kvíða og læra aðferðir til þess að muna betur,“ segir Eva.

Örfá sæti eru laus á næsta Dale Carnegie námskeið fyrir 10-12 ára sem hefst þann 25. janúar. Skráning fer fram á vefsíðunni dale.is. Næsta námskeið eftir það byrjar svo 9. júní og er haldið átta virka daga í röð.

 

Dale Carnegie fyrir 13-15 ára

„Á 13-15 ára námskeiðinu er meiri áhersla lögð á þjálfun og æfingar en hjá ungra fólkinu og minni áhersla lögð á leik. Markmiðin eru þó alltaf þau sömu, að stíga út fyrir þægindarammann, auka sjálfstraust, bæta samskiptafærni og tengslamyndun, stuðla að jákvæðu viðhorfi, efla frumkvæði og leiðtogafærni, bæta líðan og margt fleira. Á námskeiðinu sjá þátttakendur einnig mikilvægi þess að hrósa og hvetja áfram.

Næsta námskeið fyrir 13-15 ára hefst þann 21. janúar og fer skráning fram á vefsíðunni dale.is.

Lestu um námskeið fyrir 16-19 ára og 20-25.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Dale Carnegie á Íslandi, dale.is.

Ármúli 11, 108 Reykjavík.

Sími: 555 7080

Facebook: Dale Carnegie þjálfun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.06.2020

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi
Kynning
05.06.2020

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS
Kynning
23.05.2020

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
06.04.2020

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu