Miðvikudagur 19.febrúar 2020
Kynning

Uppistandshópurinn Bara góðar í þjóðleikhúskjallaranum: Ólíkar en allar sjúklega fyndnar!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í uppistandshópnum Bara góðar eru fimm konur á aldrinum 26 til 85 ára sem hafa nú fyllt þjóðleikhúskjallarann kvöld eftir kvöld af gleði og fleiri þúsund gestum. Hópurinn var stofnaður árið 2018 af þeim Karen Björgu, Kristínu Maríu, Hildi Birnu, Önnu Þóru og Maríu sem allar hafa látið til sín taka á grínvettvangnum síðustu árin og jafnvel áratugina.

Upphaf þessa samstarfs má rekja til þess þegar Kristín og Hildur hittust á röltinu i Vesturbænum þegar þær voru að viðra sambýlinga sína, Hildur hundinn og Kristín fimmuna (barn nr. 5) á síðustu metrum sumarsins 2018. Þá ákváðu þær að tímabært væri að blása nýju lífi í glæður grínsins, helst í góðum hópi, og höfðu þær í kjölfarið samband við Önnu, Karen og Maríu sem allar voru til.

Allar eiga þær sameiginlegt að hafa farið á uppistandsnámskeið hjá Þorsteini Guðmundssyni sem var svo sannarlega hvatning til frekari dáða á þessu sviði. Í fyrstu ætluðu þær að halda eina uppistandssýningu í þjóðleikhúskjallaranum í janúar 2019 en sú sýning seldist upp á örfáum dögum svo fleirum var bætt við sem einnig seldust allar upp. Í kjölfarið fór hópurinn einnig með sýninguna á Akureyri, Selfoss og nú síðast í hið margfræga Skjaldborgarbíó á Patreksfirði. Þá hafa þær komið fram á hinum ýmsu uppákomum, ýmist saman eða í sitthvoru lagi.

Í síðasta mánuði frumsýndu þær nýja sýningu í þjóðleikhúskjallaranum sem þegar hefur verið sýnd þrisvar fyrir fullu húsi. Þær eru á fjölbreyttum aldri og með vægast sagt litríkan bakgrunn svona samanlagt. Litast því umfjöllunarefni þeirra á sýningunni af mismunandi áherslum í lífinu og tímabilum sem þær eru að ganga í gegnum. Uppspretta grínsins er mest úr þeirra eigin lífi og varða upplifanir og reynslu sem flestir geta samsamað sig við. Þær hafa margskilið við hina ýmsu maka en líka margbyrjað með ýmsum öðrum eða finna sér jafnvel engan þrátt fyrir víðtæka leit. Þá eiga þær ýmist fjölmörg börn eða nánast engin, eru að detta úr barneign eða finna fyrir pressu um barneignir. Á sýningunum hefur einhleypa lífinu, markaðnum og helstu straumum og stefnum á kynlífssviðinu verið gerð góð skil en líka breyttum tímum, vafasamri fortíð, hækkandi aldri og auknum þroska.

Næstu sýningar í þjóðleikhúskjallaranum verða:

Fimmtudagur 20. febrúar.
Föstudagur 13. mars.

Einnig verða eftirfarandi sýningar:

Fimmtudagur 26. mars, á Hótel Selfoss.
Miðvikudagur 22. apríl, síðasti vetrardagur, á Græna Hattinum, Akureyri.

Gestir sýninganna hafa verið á öllum aldri en þeir hafa lofað sýninguna mikið og m.a. sagt að sýningin sé:

„… einlæg, stórkostlega skemmtileg, fáránlega fyndin, dásamleg og fyrir alla aldurshópa“

og að þeir hafi:

„… grátið úr hlátri í bókstaflegri merkingu“.

 

Nánari upplýsingar um uppistandshópinn má finna á Facebooksíðunni Bara góðar.

Næsta sýning verður í þjóðleikhúskjallaranum á fimmtudaginn 20. febrúar og eru miðar seldir á tix.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna
Kynning
Fyrir 1 viku

MAZDA FAGNAR 100 ÁRA AFMÆLI MEÐ STÓRSÝNINGU OG VEGLEGUM AFMÆLISTILBOÐUM Á LAUGARDAGINN

MAZDA FAGNAR 100 ÁRA AFMÆLI MEÐ STÓRSÝNINGU OG VEGLEGUM AFMÆLISTILBOÐUM Á LAUGARDAGINN
Kynning
Fyrir 3 vikum

Maur.is verktakaþjónusta á netinu: Og þú munt aldrei týnast í frumskóginum

Maur.is verktakaþjónusta á netinu: Og þú munt aldrei týnast í frumskóginum
Kynning
Fyrir 3 vikum

Hurðafélagið: Sparaðu þér kostnaðarsöm útköll með reglulegu viðhaldi og eftirliti

Hurðafélagið: Sparaðu þér kostnaðarsöm útköll með reglulegu viðhaldi og eftirliti
Kynning
Fyrir 3 vikum

Key of Marketing: Markaðssetning á netinu og grafísk hönnun

Key of Marketing: Markaðssetning á netinu og grafísk hönnun
Kynning
Fyrir 3 vikum

Var orðinn úrkula vonar og leið illa andlega út af ástandinu

Var orðinn úrkula vonar og leið illa andlega út af ástandinu